Draumaeignir til leigu á Akureyri

Það er nóg um að vera á Akureyri.
Það er nóg um að vera á Akureyri. Samsett mynd

Það eru vetrarfrí á næstunni í mörgum bæjarfélögum og eflaust margir sem eru farnir að huga að afþreyingu yfir þennan tíma. Á Akureyri og nærsveitum er nóg af heillandi íbúðum, bústöðum og húsum til leigu á vefsíðunni AirBnb.

Lúxusgisting í Eyjafirði

Þetta hús rúmar sex gesti í þremur svefnherbergjum. Húsið er nýbyggt, með heitum potti og útsýni yfir Akureyri. Það tekur aðeins sjö mínútur að keyra til Akureyrar og það er aðeins fimm mínútna akstur í Skógarböðin. 

Glæsilegt og nýbyggt rétt við Skógarböðin.
Glæsilegt og nýbyggt rétt við Skógarböðin.
Stílhreint og hlýlegt svefnherbergi.
Stílhreint og hlýlegt svefnherbergi.
Smekklega innréttað.
Smekklega innréttað.
Þarna má elda og láta sér líða vel.
Þarna má elda og láta sér líða vel.

Útmörk

Þetta hús er einnig í Eyjafirðinum og með útsýni yfir Akureyri. Húsið er kjörið fyrir þau sem vilja vera alveg í friði. Persónulegur stíll gerir húsið hlýlegt. Húsið rúmar sex gesti, er með þremur svefnherbergjum og heitum potti.

Hvað er hlýlegra en arinn á veturna?
Hvað er hlýlegra en arinn á veturna?
Í Útmörk má fara í heitan pott.
Í Útmörk má fara í heitan pott.
Þarna er fólk alveg í friði.
Þarna er fólk alveg í friði.

Hlýlegt og heillandi í rauðu húsi

Þessi litla gisting rúmar aðeins tvo í lítilli og hlýlegri íbúð í rauðu húsi í miðbæ Akureyrar. Veitingastaðir, söfn og kaffihús eru í göngufæri svo þessi íbúð er kjörin fyrir þau sem vilja fara í litla borgarferð.

Heillandi, rautt hús í miðbænum.
Heillandi, rautt hús í miðbænum.
Íbúðin rúmar tvo sem vilja fara í litla borgarferð.
Íbúðin rúmar tvo sem vilja fara í litla borgarferð.
Persónulegir munir sem heilla marga.
Persónulegir munir sem heilla marga.

Ekta fjölskyldugisting

Þau sem vilja slaka vel á með fjölskyldunni geta leigt sér þetta hús og verið alveg í friði. Húsið er staðsett í Eyjafjarðarsveit og ersteinsnar frá Akureyri. Húsið er innréttað á stílhreinan háttog er með tveimur svefnherbergjum.

Þetta hús hentar fjölskyldum vel.
Þetta hús hentar fjölskyldum vel.
Baðherbergið er mjög smekklegt.
Baðherbergið er mjög smekklegt.
Hver vill ekki horfa á norðurljósin úr heitum potti?
Hver vill ekki horfa á norðurljósin úr heitum potti?
Útsýnið er dásamlegt.
Útsýnið er dásamlegt.

Íbúð á Ráðhústorginu

Fyrir þau sem vilja vera alveg í miðbænum þá er þessi íbúð staðsett á Ráðhústorginu. Stutt er í verslun, veitingastaði og verslanir og allt í göngufæri. Íbúðin rúmar átta gesti í þremur svefnherbergjum. 

Smekkleg íbúð á Ráðhústorginu.
Smekkleg íbúð á Ráðhústorginu.
Stutt í allt úr þessari íbúð.
Stutt í allt úr þessari íbúð.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert