Sunneva og Benedikt í rómantískri ferð í New York

Sunneva og Benidikt í Króatíu síðastliðið sumar.
Sunneva og Benidikt í Króatíu síðastliðið sumar. Ljósmynd/Instagram

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir og kærasti hennar, Benedikt Bjarnason, njóta ástarinnar í rómantískri ferð í New York-borg, borginni sem aldrei sefur.

Parið hefur verið saman í rúm sex ár og Smartland hefur reglulega greint frá ferðum parsins. Þau hafa notið þess að kanna nýja áfangastaði í gegnum árin og verið dugleg að halda upp á við hin ýmsu tilefni. Fimm ára sambandsafmælið var engin undantekning.

Rómantík í loftinu

Á samfélagsmiðlum deildi Sunneva myndum og myndböndum þar sem þau Benedikt njóta lífsins í New York-borg. Þau hafa til að mynda heimsótt hlý og notaleg veitingahús, kíkt í búðir, rölt um götur borgarinnar og upplifað menningu hennar.

Í Instagram-færslu frá Sunnevu deilir hún fallegum myndum frá stefnumóti þeirra.

Besta grillaða samloka í heimi

Síðastliðið vor heimsótti Sunneva New York-borg ásamt vinkonu sinni Birtu Líf Ólafsdóttur, en þær standa saman að hlaðvarpinu Teboðið.  Þær skemmtu sér vel í borginni og voru meðal annars á einum af bestu þakbörum New York-borgar.

Sunneva og Benedikt heimsóttu sama þakbar í New York, þar sem þau nutu góðra veitinga. Þar fengu þau að smakka það sem Sunneva lýsir sem „bestu grillaðu samloku í heimi.“

Heilluð af borginni 

Það er ljóst að Sunneva er heilluð af borginni. Í TikTok-myndbandi hennar spyr hún sig hvort hún ætti jafnvel að flytja til borgarinnar – sem segir mikið.

Myndir frá ferðinni

Í Instagram-færslum deilir Sunneva fallegum myndum frá viku þeirra para í New York-borg.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert