Júlíana Sara skiptir um starfsvettvang

Júlíana Sara Gunnarsdóttir.
Júlíana Sara Gunnarsdóttir.

Leikkonan og handritshöfundurinn Júlíana Sara Gunnarsdóttir ætlar að breyta til í sumar og hefur skipt um starfsvettvang í bili. Hún mun hefja störf sem flugfreyja hjá Icelandair og tilkynnti fylgjendum sínum fréttirnar á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Smá öðruvísi sumar í ár,“ skrifar hún undir mynd af sér í flugfreyjubúningnum. 

Ást í loftinu

Júlíana Sara er trúlofuð þyrluflugmanninum Andra Jóhannessyni svo þau verða starfandi í sama bransa. 

Júlíana er annar handritshöfunda grínþáttaraðarinnar Venjulegt fólk og Þær tvær sem flestir Íslendingar kannast við. Einnig hefur hún skrifað handrit fyrir Áramótaskaupið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert