PLAY hefur flug til Antalya og Faro

Mikil eftirvænting var eftir fyrsta fluginu til Antalya meðal áhafnar …
Mikil eftirvænting var eftir fyrsta fluginu til Antalya meðal áhafnar Play. Ljósmynd/Aðsend

Það var mikil eftirvænting í loftinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þegar flugfélagið PLAY fór í sitt fyrsta áætlunarflug til tyrknesku borgarinnar Antalya, en þetta er í fyrsta sinn sem áætlunarflug verður á milli Íslands og Tyrklands. PLAY mun fljúga einu sinni í viku til Antalya frá apríl til júní og svo aftur frá september til nóvember í haust.

Antalya býður upp á heillandi blöndu af sögu, menningu og náttúru, sem gerir borgina að einum af aðaláfangastöðunum við Miðjarðarhafið. Það sem mun vafalaust draga Íslendinga að borginni er úrval golfvalla á svæðinu, sem eru margir hverjir á heimsmælikvarða.

Auk Antalya fór PLAY í sitt fyrsta flug til portúgölsku borgarinnar Faro um liðna helgi. PLAY mun fljúga tvisvar í viku til Faro til loka október. Faro er höfuðborg Algarve-héraðs og er flugvöllurinn í um 15 mínútna fjarlægð frá miðborginni ef fólk ferðast með bifreið. Í Algarve-héraðinu má finna mikið úrval af sólarströndum og golfvöllum, auk allra þeirra þæginda sem fylgja sólarlandaáfangastöðum.

„Það er leitun að annarri eins sólarlandaáætlun og þeirri sem PLAY býður upp á þetta árið. Við höfum alltaf gefið út að við viljum vera leiðandi í þessum ferðum fyrir Íslendinga, og eru Antalya og Faro frábærar viðbætur við okkar kerfi. Við finnum fyrir miklum áhuga Íslendinga á þessum stöðum og ég er sannfærður um að okkar farþegar munu eiga góðar stundir þar,” segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY.

Vinkonur skála fyrir sólinni með PLAY.
Vinkonur skála fyrir sólinni með PLAY. Ljósmynd/Aðsend
Ferðagleði og tilhlökkun við hliðið.
Ferðagleði og tilhlökkun við hliðið. Ljósmynd/Aðsend
Kampavín og bros áður en flogið er af stað.
Kampavín og bros áður en flogið er af stað. Ljósmynd/Aðsend
Ferðafélagar tilbúnir í ævintýri.
Ferðafélagar tilbúnir í ævintýri. Ljósmynd/Aðsend
Boðið var upp á gómsætar veitingar.
Boðið var upp á gómsætar veitingar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert