Rosaleg verslun á sumarfrísstað ríka fólksins

Glæsiverslun Chanel í Saint Tropez verður aðeins opin í sumar.
Glæsiverslun Chanel í Saint Tropez verður aðeins opin í sumar. Ljósmynd/Chanel

Það er algengt á meðal stærstu tískuhúsa heims að opna verslanir á vinsælustu stöðunum þar sem ríka fólkið fer í frí. Þetta eru staðir eins og Suður-Frakkland, ítölsku alparnir eða Aspen í Bandaríkjunum. 

Franska hátískuhúsið Chanel opnaði verslun á dögunum í nýenduruppgerðu húsi í Saint-Tropez í Frakklandi. Verslunin hefur verið gerð upp eins og lúxusgisting á frönsku sveitasetri. Innanhúshönnunin er í takt við La Pausa, sveitasetrinu sem var í eigu Gabrielle Coco Chanel sem var staðsett í Roquebrune-Cap Martin í Frakklandi. 

Á fyrstu hæð verslunarinnar finnurðu klassískar töskur frá merkinu og aðra fylgihluti eins og klúta, skartgripi og sólgleraugu. Á annarri hæð eru fötin úr vor- og sumarlínum Chanel. 

Sveitasetrið er nýuppgert.
Sveitasetrið er nýuppgert. Ljósmynd/Chanel
Verslunin er aðallega fyrir ríka fólkið í sumarfríi.
Verslunin er aðallega fyrir ríka fólkið í sumarfríi. Ljósmynd/Chanel
Aðkoman er glæsileg.
Aðkoman er glæsileg. Ljósmynd/Chanel
Ef að skórnir gleymast heima má rjúka í Chanel-verslunina og …
Ef að skórnir gleymast heima má rjúka í Chanel-verslunina og fá aðra. Ljósmynd/Chanel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert