Fjórar baðstrandir í Evrópu meðal bestu á heimsvísu

Cala Goloritzé-ströndin á ítölsku eyjunni Sardiníu er besta baðströnd í …
Cala Goloritzé-ströndin á ítölsku eyjunni Sardiníu er besta baðströnd í heimi. Cala Goloritzé/Unsplash

Það getur verið lýjandi að reyna að finna hinn fullkomna áfangastað með gullinni baðströnd, við túrkisblán sjó undir geislum funheitrar sólarinnar.

Það gæti eflaust hjálpað að skoða listann The Worlds's 50 Best Beaches þar sem bestu baðströndum heims er raðað eftir mati sem byggir á fjölþrepa ferli. Á hverju ári fær fyrirtækið helstu sérfræðinga heims í ferðaþjónustu til að kjósa um bestu ströndina og þurfa þeir að lýsa ástæðunni fyrir valinu. Eftir að kosið hefur verið um strendurnar tekur fyrirtækið saman lokalistann. 

Atriðin sem höfð eru í huga við val á baðströndum eru: Náttúran umhverfis ströndina, dýralíf á ströndinni eða í sjónum, friðsæld og óspillt ástand strandarinnar, svo fátt eitt sé nefnt.

Tvær strendur á Grikklandi, ein á Ítalíu og ein á …
Tvær strendur á Grikklandi, ein á Ítalíu og ein á Spáni komast á listann yfir 50 bestu baðstrandir í heimi. Derek Sutton/Unsplash

Faldir gimsteinar

Samkvæmt niðurstöðum er Cala Goloritzé á Ítalíu besta ströndin, en sú strönd er á eyjunni Sardiníu og segir í lýsingu að hrá fegurðin sé hrífandi. Sjórinn er tær og fullkominn til sundspretts. Það sem greinir hana frá öðrum ströndum á Sardiníu er öflugt verndarstarf sem þar er unnið, en Cala Goloritzé var lýst sem náttúruminjum árið 1990 og er enn ótrúlega vel varðveitt. 

Í fjórða sæti á listanum er Fteri-ströndin á Grikklandi, sem er aðeins aðgengileg á bát eða fótgangandi en það þarf að klöngrast niður bratta hæð til að komast niður að ströndinni. „Einangrun strandarinnar stuðlar að ómenguðu, kyrrlátu andrúmslofti og aðgreinir hana frá fjölsóttum ferðamannastöðum.“

Tvær aðrar Evrópustrandir komust á topp tuttugu en þar er Voutoumi-ströndin á grísku eyjunni Antipaxos sem er aðeins aðgengileg á bát og Playa de Rodas á Spáni, sem gjarnan er líkt við karabíska paradís, fyrir utan svala og frískandi sjávargoluna frá Atlantshafi. 

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert