„Ég hef vissulega skemmt mér vel í Mexíkó en ég hef þó haft mestu ánægju af því að vera í Mýkonos og Santorini sem eru fallegustu staðir sem ég hef farið til,“ segir Kristin Cavallari í viðtali við Condé Nast.
„Ég held að þetta snúist alltaf um það með hverjum maður er frekar en hvert maður er að fara.“
Cavallari segist alltaf taka með sér tannþráð í handfarangur auk annarra hluta. „Ég hef alltaf með mér minntur, tannstöngla og tannþráð, maskara og túrtappa.“
„Ég passa mig alltaf á að vera í þægilegum fötum um borð í flugvél. Oftast er það jogging galli eða víðar buxur og strigaskór. Ég er aldrei með farða á mér þegar ég ferðast, þannig að ég er oftast með derhúfu á til þess að fela andlitið mitt.“
„Ég hef það fyrir reglu að leyfa mér meira hvað matarræðið varðar þegar ég er á ferðalagi. Rútínan fer í rugl. En þar sem ég er dugleg að borða hollt og hreyfa mig reglulega þegar ég er heima þá er ég ekki með samviskubit vegna smá sukks. Ég reyni samt að hreyfa mig á ferðalögum. Ef ég er í burtu í fimm daga þá reyni ég að ná æfingu á tveimur af þessum dögum.“
„Ég drekk mikið vatn þegar ég flýg og svo finnst mér gott að ferðast með augnmaska til þess að draga úr baugum.“
„Hér áður fyrr fór ég í villtar vinkonuferðir en með hækkandi aldri hafa ferðirnar orðið rólegri. Nú snýst þetta allt um slökun frekar en djamm. Okkur finnst gaman að fara til New York að versla. Ég hef aldrei farið til Parísar.“
„Uppáhaldsborgin mín er samt Chicago,“ segir Cavallari en viðtalið í heild má lesa hér.