Chelsea Handler ánægð með Íslandsdvölina

Chelsea Handler fékk sumarið beint í æð.
Chelsea Handler fékk sumarið beint í æð. Skjáskot/Instagram

Bandaríski grínistinn Chelsea Handler kitlaði hláturtaugar landsmanna þegar hún steig á svið í Hörpu síðastliðinn sunnudag.

Handler, sem er á ferð um heiminn með uppistandssýninguna An Abroad Broad, gaf innsýn í heimsókn sína á Instagram nýverið og af myndum að dæma þá virðist hún hafa notið dvalarinnar á Íslandi.

Grínistinn heimsótti nokkur af þekktustu kennileitum borgarinnar og má þar nefna Hallgrímskirkju, regnbogagötuna og Reykjavíkurhöfn.

Ísland hefur verið vinsæll viðkomustaður Hollywood-stjarna síðustu daga og vikur.

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber varði nokkrum dögum á sveita­setr­inu Depl­ar Farm í Fljót­un­um á Trölla­skaga á meðan verðlaunaleikarinn Pedro Pascal kynnti sér kaffihúsamenningu höfuðborgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert