Væb-bræður undirbúa Evróputúr

VÆB-bræðurnir undirbúa tónleikaferð um Evrópu.
VÆB-bræðurnir undirbúa tónleikaferð um Evrópu. AFP

Bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð, betur þekktir sem VÆB-bræðurnir, undirbúa nú tónleikaferðalag um Evrópu og leita eftir ábendingum frá aðdáendum um hvert þeir ættu að leggja leið sína.

Í stuttu myndskeiði sem þeir birtu á TikTok fyrr í vikunni spurðu þeir fylgjendur sína einfaldlega:

„Hvaða borgir viljið þið sjá okkur í?“ 

Yfir sex þúsund tillögur

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og á nokkrum dögum hafa borist yfir sex þúsund athugasemdir með hugmyndum að áfangastöðum.

Bræðurnir stigu á svið fyrir Íslands hönd á Eurovision 2025 í Basel í Sviss með laginu Róa og hlutu góðar undirtektir frá almenningi, ekki aðeins heima fyrir heldur víða um heiminn.

Vinsælustu borgirnar

Fljótlega fóru ákveðnir áfangastaðir að skera sig úr í athugasemdaflóðinu. Norðurlöndin, Írland, Skotland, Þýskaland, Pólland og Spánn eru efst á blaði hjá mörgum en einnig bárust fjölmargar áskoranir um tónleika í Austurríki, Eistlandi og Litháen svo fátt eitt sé nefnt.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert