Skellti í óléttumyndatöku við Skógafoss

Ása Steinars.
Ása Steinars. Ljósmynd/Ása Steinars

Ása Steinars, ferðaljósmyndari og samfélagsmiðlastjarna, á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Leo Alsved, stofnanda ferðaþjónustufyrirtækisins Vanlife Iceland, á komandi vikum.

Í tilefni þess að það styttist í að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn líti dagsins ljós þá skellti Ása í einstaka óléttumyndatöku við eina af náttúruperlum Íslands, Skógafoss.

Ása deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í gærdag.

„Falleg kvöldstund við Skógafoss. Ég er gengin 32 vikur... og á aðeins 8 eftir. Ég trúi því varla að sumarið hafi komið þetta snemma til Íslands. Allt er nú þegar grænt og í fullum blóma sem gerir mig svo glaða. Jafnvel lúpínurnar eru í fullum blóma.

Lífið hefur verið einstaklega fallegt að undanförnu, rólegar og sólríkar stundir með vinum og fjölskyldu, kvöldverðir utandyra, berfætt í grasinu. Ég er svo spennt fyrir öllu því sem er fram undan,” skrifar hún við færsluna.

Ása og Leo greindu frá því að þau ættu von á sínu öðru barni, sem er drengur, í lok febrúarmánaðar.

Fyrir eiga þau soninn Atlas sem fæddist í ársbyrjun 2022.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka