Bestu vörurnar úr frönskum apótekum

Í frönsku apóteki færðu allt sem þú þarft fyrir húðina.
Í frönsku apóteki færðu allt sem þú þarft fyrir húðina.

Er förinni heitið til Frakklands? Frakkarnir trúa algjörlega á góða rútínu þegar kemur að húðumhirðu. Þó að hún sé oft einföld er hún samt árangursrík. Margir vilja meina að frönsk apótek séu þau bestu í heimi en þar eru troðfullar hillur af frábærum vörum. Hér eru nokkrar sem þú verður að grípa með þér ef þú ert í Frakklandi.

Huile Prodigieuse frá Nuxe

Olíuna má nota á andlit, líkama og hár og gefur fallegan gylltan ljóma. Hún veitir langvarandi raka og silkimjúka, ljómandi húð en hún inniheldur olíur eins og argan, makademíu og tsubaki. 

Rakaspreyið frá Caudalíe

Beauty Elixir-spreyið frá Caudalíe er 100% náttúrulegt og dýrkað af mörgum. Það bætir ljóma húðarinnar og getur verið notað undir og yfir förðun eða einfaldlega eitt og sér. Caudalíe er franskt vörumerki sem hefur notið gríðarlegra vinsælda í gegnum árin.

La Roche Posay sólarvörnin

Anthelios Uvmune Ultra Light Cream SPF50+ er sólarvörn sem veitir mjög mikla vörn fyrir andlit og augnsvæði. Hún er án ilmefna og ofnæmisvalda og hentar því öllum húðgerðum. La Roche Posay er franskt merki sem húðlæknar fá ekki nóg af.

Embryolisse Lait-Crème Concentré

Krem frá franska merkinu Embryolisse sem nærir húðina og skilur hana eftir silkimjúka. Þetta krem hefur lengi verið uppáhaldsvara húðlækna og förðunarfræðinga um allan heim en það virkar sérstaklega vel undir farða.

Marvis tannkremin

Þetta sérannaða tannkrem inniheldur blöndu af efnum sem vinna mildilega en áhrifaríkt að því að draga úr litabreytingum á tönnunum. Tannkremið tryggir hámarks vörn og skínandi bros. Ásamt því að vernda tennurnar og bragðast vel lítur það einnig vel út í glæsilegri lúxustúpu með fallega útskornu loki.

Bioderma micellar hreinsivatn

Sensibio H20 micellar-vatnið frá franska merkinu Bioderma er eitt mest selda farðahreinsiefni í heiminum. Það fjarlægir óhreinindi og farða afar mildilega. Þetta hreinsivatn er á flestum heimilum í Frakklandi enda þykir það best.

A313 kremið

Þetta A vítamín, retínól krem er dýrkað af frönskum konum sem vilja slétta úr fínum línum á andlitinu. Kremið inniheldur retínýlpalmítat sem er vægt retínólester. 

Cicaplast Balm 5+ frá La Roche Possay

Þarfnast húðin mikillar umhyggju? Þá skaltu næla þér í þetta krem. Það róar, styrkir og endurnýjar pirraða og viðkvæma húð. Kremið dregur einnig úr sýnileika öra og hentar vel fyrir erta húð eftir húðmeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka