Gistu í húsi Yves Saint Laurent í Marokkó

Tvær sundlaugar eru við hótelið.
Tvær sundlaugar eru við hótelið. Skjáskot/Villa Mabrouka

Hafnarborgin Tangier er staðsett í norðvesturhluta Marokkó. Borgin þykir heldur rólegri en Marrakesh og það er líklega ástæðan fyrir því að fatahönnuðurinn Yves Saint Laurent varði svo miklum tíma í dásamlegu húsi við sjóinn í Tangier. Nú hefur húsinu verið breytt í lítið tólf herbergja hótel. 

Hótelið heitir Villa Mabrouka sem má þýða sem Hús heppninnar. Húsið notuðu þeir Saint Laurent og lífsförunautur hans, Pierre Bergé, til að flýja streituna sem fylgdi lífi þeirra í París. 

Breski hönnuðurinn Jasper Conrad gerði hótelið upp með sjálfan Saint Laurent í huga. Hótelið er hið glæsilegasta og fegurð í öllum hornum. 

„Saint Laurent vildi að húsið myndi endurspegla glæsileika æsku sinnar í Oran,“ sagði Conran í viðtali hjá arabíska Vogue. 

„Það er glæsilegt í hreinleika sínum og einfaldleika. Þetta er ekki marokkósk höll heldur miðjarðarhafshús með blíðum blæbrigðum Marokkó. Friðsæl stund á milli stríða.“

Saint Laurent fæddist í Oran í Algeríu árið 1936. Hann heillaðist af Norður-Afríku aftur á fullorðinsárum og varð hugfanginn af litunum og birtunni. Marokkó varð honum stanslaus innblástur.

Fegurð hvert sem litið er.
Fegurð hvert sem litið er. Skjáskot/Villa Mabrouka
Markmiðið er að gestir nái hinni fullkomnu ró.
Markmiðið er að gestir nái hinni fullkomnu ró. Skjáskot/Villa Mabrouka
Morgunmatur á besta stað?
Morgunmatur á besta stað? Skjáskot/Villa Mabrouka
Hótelið hefur verið gert upp á glæsilegan máta.
Hótelið hefur verið gert upp á glæsilegan máta. Skjáskot/Villa Mabrouka
Aðeins tólf herbergi eru á hótelinu.
Aðeins tólf herbergi eru á hótelinu. Skjáskot/Villa Mabrouka
Viltu sofa í gamla svefnherbergi Yves Saint Laurent og Pierre …
Viltu sofa í gamla svefnherbergi Yves Saint Laurent og Pierre Bergé? Skjáskot/Villa Mabrouka
Önnur sundlaugin.
Önnur sundlaugin. Skjáskot/Villa Mabrouka
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert