Fanney spókar sig um í París

Fanney er hrifin af París, hver er það ekki?
Fanney er hrifin af París, hver er það ekki? Samsett mynd

Fanney Ingvarsdóttir, áhrifavaldur og markaðsfulltrúi hjá BIOEFFECT, varði nokkrum dögum í rómantísku borginni París á dögunum. Þar gekk hún um borgina, skoðaði sig um og borðaði góðan mat. Fanney ferðaðist með eiginmanni sínum, Teiti Páli Reynissyni.

„París, ég elska þig,“ skrifaði Fanney við myndir af sér á vinsælli verslunargötu. 

Fanney er ófrísk af sínu þriðja barni og er von á því á haustmánuðum. Fyrir á hún átta ára stúlku og fimm ára strák með Teiti. 

Parísarferðin hefur án efa verið fullkomin slökunarferð fyrir komu barnsins.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert