Kristbjörg Kjeld fagnar 90 ára afmælinu í Afríku

Kristbjörg Kjeld fagnar níutíu ára afmæli í Afríku.
Kristbjörg Kjeld fagnar níutíu ára afmæli í Afríku. mbl.is/Ásdís

Leikkonan ástsæla Kristbjörg Kjeld fagnar 90 ára afmælinu með fjölskyldu sinni í Afríkureisu.

Þetta kemur fram á afmælissíðum Morgunblaðsins í dag. 

Kristbjörg fæddist þann 18. júní árið 1935 og ólst upp í Innri-Njarðvík. Leiklistarferill hennar er glæsilegur og hefur hún leikið í fjölda leiksýninga og kvikmynda. Hún hlaut Eddu-verðlaunin fyrir Mömmu Gógó, Kaldaljós og Mávahlátur. 

Kristbjörg fagnar stórafmælinu ásamt fjölskyldu sinni í Afríku og er nýkomin til Tansaníu frá Keníu. 

Kristbjörg í Kenía.
Kristbjörg í Kenía.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert