Aron Mola gerist leiðsögumaður í Srí Lanka

Aron Mola verður leiðsögumaður í Srí Lanka í Nóvember.
Aron Mola verður leiðsögumaður í Srí Lanka í Nóvember. Samsett mynd

Aron Már Ólafsson, einnig þekktur sem Aron Mola, ætlar með hóp Íslendinga til Srí Lanka í nóvember en slagorð ferðarinnar er: „Ekkert Tenerife kjaftæði!“ Honum til halds og trausts verður Björn Pálsson sem er búsettur í Srí Lanka.

Ferðin er 10 daga löng og fer fram í nóvember. Ferðin kostar um 240.000 krónur og eru ýmsar afþreyingar í boði. Farið verður í frumskógargöngu, river rafting, VIP-sundlaugarpartý og safarí svo fátt eitt sé nefnt.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Aron er leiðsögumaður í Srí Lanka. Á síðasta ári fór Aron ásamt Erpi, einnig þekktur sem Blazroca, með hóp af Íslendingum til Alsír og hlaut ferðin góðar undirtektir.

Björn hefur hins vegar ferðast um allan heim og fór á síðasta ári til Íraks með íslenskan hóp. Hann er því afar reyndur leiðsögumaður og þekkir Srí Lanka eins og hver annar heimamaður!

Afar ódýrt er að dvelja í Srí Lanka og ef fólk er með íslensk laun er hægt að lifa eins og konungsfólk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert