Falin perla til leigu í Vestmannaeyjum

Er ekki heillandi að gista þarna?
Er ekki heillandi að gista þarna? Skjáskot/Airbnb

Í Vestmannaeyjum er fallegur gamall torfbær sem hefur verið gerður upp á smekklegan hátt auglýstur til skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Húsið er málað í svörtum lit með hvítum gluggum og er einstaklega hlýlegt. 

Þó að húsið sé lítið þá rúmar það sex gesti í þremur svefnherbergjum. Eitt baðherbergi er í húsinu, eldhús og borðstofa. 

Húsið hefur verið nýlega gert upp og er staðsett nálægt flugvellinum. Útsýnið nær að sjálfsögðu yfir sjóinn og er margt hægt að gera í kring. Kjörið fyrir þá sem vilja upplifa Vestmannaeyjar sem túristi á Íslandi. 

Þrjú svefnherbergi eru í húsinu.
Þrjú svefnherbergi eru í húsinu. Skjáskot/Airbnb
Húsið er hlýlega innréttað.
Húsið er hlýlega innréttað. Skjáskot/Airbnb
Það er hugsað út í öll smáatriði.
Það er hugsað út í öll smáatriði. Skjáskot/Airbnb
Borðstofan rúmar nokkra í mat.
Borðstofan rúmar nokkra í mat. Skjáskot/Airbnb
Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja upplifa Vestmannaeyjar.
Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja upplifa Vestmannaeyjar. Skjáskot/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert