Segja þetta frægasta pítsustað í heimi

Í Napólí á Ítalíu finnurðu bestu pítsur í heimi.
Í Napólí á Ítalíu finnurðu bestu pítsur í heimi. Sam Van Bussel/Unsplash

Ein frægasta pítsa í heimi fæst í Napolí á Ítalíu. Pítsastaðurinn heitir Antica Pizzeria Da Michele en á þessum stað borðaði heimsfræga leikkonan Julia Roberts á í kvikmyndinni Eat, Pray, Love. 

Á veitingastaðnum eru aðeins fjórar tegundir af pítsu en Margaríta-pítsan þykir vera fullkomin. Staðurinn tekur aðeins við reiðufé og rukkar í kringum 700 krónur fyrir eina pítsu. Á staðnum er löng röð yfir allan daginn sem er eðlilegt ef þetta er frægasta pítsa heims. 

Staðurinn er einn sá elsti í Napólí sem er sögð vera borg pítsunnar. Fer þessi staður ekki á listann yfir staði til að heimsækja í framtíðinni?





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert