Bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue og Viktor Már Snorrason matreiðslumaður gengu í það heilaga síðustu helgi. Sue starfar sem ferðaráðgjafi, hefur búið á Íslandi um nokkurra ára skeið og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Þar sýnir hún reglulega frá ævintýrum sínum um allt Ísland ásamt því að tala opinskátt um reynslu sína af því að búa hér á landi.
Kyana og Viktor kynntust fyrst á Danska barnum í Reykjavík og fóru að birtast saman á samfélagsmiðlum sumarið 2023. Parið trúlofaði sig ári síðar, sumarið 2024, í Danmörku.
@kyanasue Plot Twist 💍
♬ Little Things - H2KStudio
Brúðkaupið síðustu helgi var einstaklega íslenskt segir Sue í nýjustu færslunni sinni á Instagram en það var rigning og rok og svo endaði kvöldið á pulsu frá Bæjarins bestu. Parið virtist himinlifandi með daginn.
@kyanasue HOT DOG WEDDING in Iceland @BæjarinsBeztuPylsur ♬ original sound - Kyana Sue Powers • Iceland