Bandarískur áhrifavaldur hélt íslenskt brúðkaup

Viktor Már Snorrason og Kaya Sue giftu sig síðustu helgi.
Viktor Már Snorrason og Kaya Sue giftu sig síðustu helgi. Samsett mynd

Bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue og Viktor Már Snorrason matreiðslumaður gengu í það heilaga síðustu helgi. Sue starfar sem ferðaráðgjafi, hefur búið á Íslandi um nokkurra ára skeið og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Þar sýnir hún reglulega frá ævintýrum sínum um allt Ísland ásamt því að tala opinskátt um reynslu sína af því að búa hér á landi.

Kynntust á Danska barnum

Kyana og Viktor kynntust fyrst á Danska barnum í Reykjavík og fóru að birtast saman á samfélagsmiðlum sumarið 2023. Parið trúlofaði sig ári síðar, sumarið 2024, í Danmörku.

Ekta íslenskt brúðkaup

Brúðkaupið síðustu helgi var einstaklega íslenskt segir Sue í nýjustu færslunni sinni á Instagram en það var rigning og rok og svo endaði kvöldið á pulsu frá Bæjarins bestu. Parið virtist himinlifandi með daginn.

@kyanasue HOT DOG WEDDING in Iceland @BæjarinsBeztuPylsur ♬ original sound - Kyana Sue Powers • Iceland



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert