Ítalskir fjölmiðlar fjalla um Villa Vill

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og lögfræðingur hans, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson.
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og lögfræðingur hans, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson. Skjáskot/Instagram

Ítalskur fjölmiðill rak augun á lögfræðinginn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson, betur þekktur sem Villi Vill, en hann er staddur í fríi á Ibiza ásamt knattspyrnumanninum Albert Guðmundssyni. Ítalski fjölmiðillinn birti myndskeið af Vilhjálmi þar sem hann virtist rifja upp gamla takta með Alberti þar sem þeir léku sér með fótbolta við sundlaugarbakkann. Vilhjálmur lék 157 meistaraflokksleiki á Íslandi á árunum 1993 til 2004.

Lögfræðingur Alberts í máli sem vakti mikla athygli

Albert og Vilhjálmur þekkjast vel þar sem Vilhjálmur var lögfræðingur Alberts í máli sem vakti mikla athygli. Albert var ákærður fyrir kynferðisbrot á síðasta ári en var síðan sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað niðurstöðunni og málið því enn til meðferðar.

„Íslendingurinn í fríi á Ibiza og boltinn ávallt með í för.“ 

Í umfjölluninni er sérstaklega bent á að Albert sé í fríinu með lögmanni og fyrrverandi knattspyrnumanni sem styður ítalska liðið Napoli, sem vakið hefur athygli fjölmiðla á Ítalíu. 

„Íslendingurinn í fríi á Ibiza og boltinn ávallt með í för,“ segja þau meðal annars í ítölsku umfjölluninni, hægt er að skoða hana hér.

Albert er þarna ásamt barnsmóður sinni Guðlaugu Elísu Jóhannsdóttir og börnunum þeirra tveimur. Þau voru saman í 9 ár áður en þau ákváðu að slíta sambandinu í fyrra.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert