Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Binni Glee ferðast nú til ættarslóða sinna á Filippseyjum, þar sem hann heimsækir ömmu sína sem hann hefur ekki hitt í þrjú ár. Ferðalagið þangað tók alls um 60 klukkustundir og sýnir Binni frá ferðinni á samfélagsmiðlum sínum, bæði á TikTok og Instagram.
Fyrsti áfangastaður Binna á Filippseyjum var borgin Cebu, þar sem hann dvaldi áður en haldið var áfram á Camotes-eyjuna sem er í um tveggja klukkustunda bátsferð frá Cebu en amma hans býr á eyjunni og móðir hans ólst þar upp.
Binni hefur verið að sýna fylgjendum sínum hvernig daglega lífið er á eyjunni, en lífið þar er töluvert frábrugðið því sem margir þekkja. Til dæmis þarf að nota vatn úr bala og fötum til að baða sig og sturta niður þar sem hefðbundnar lagnir eru ekki til staðar. Stundum koma dagar þar sem vatnið er af skornum skammti sem getur gert lífið erfitt.
Hann virðist njóta dvalarinnar vel með fjölskyldunni þar sem hann hefur meðal annars farið í nagla- og fótsnyrtingu, notið sín á ströndinni og labbað mikið um eyjuna.
Binni verður á flakki um heiminn næstu sjö vikur en núna er hann mættur til Japans þar sem hann ætlar að vera næstu tíu daga. Það verður gaman að fylgjast með þessu ævintýri hjá honum.
Hér að neðan má sjá myndbönd frá ferðalaginu:
@binniglee VLOG / FILIPPSEYJAR 🇵🇭 #philippines #íslenskt #iceland #fyrirþig #cebu ♬ Vlog - Soft boy
@binniglee VLOG / CAMOTES ISLANDS 🌴 #camotesisland #camotes #philippines #íslenskt #iceland #fyrirþig ♬ original sound - binniglee