Á Flateyri er einstaklega fallegt hús sem nefnist Sólbakki. Húsið er afar smekklegt og er auglýst til skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Húsið rúmar átta gesti og er því fullkomið fyrir fjölskyldur eða vinahópa.
Húsið er á tveimur hæðum og eru þrjú stór svefnherbergi í húsinu, vel búið eldhús, stór stofa og 2 baðherbergi. Stór garður er fyrir framan húsið og lítill lækur liggur skammt fyrir neðan.
Húsið hefur nýlega verið gert upp og er staðsett í fjallshlíðinni rétt fyrir utan bæinn. Það er því einstaklega mikil ró og geta gestir notið þess að vakna við fuglasöng og hljóð í læknum sem rennur meðfram húsinu.