Frakkar eru ekki dónalegir

Það verður spennandi að vita hvort getgátur um fjórðu seríu …
Það verður spennandi að vita hvort getgátur um fjórðu seríu The White Lotus reynist réttar, þ.e. að serían verði tekin upp í Frakklandi. Samsett mynd/V2F/Celine Ylmz/Chris Karidis

Orðrómur er á kreiki um að næsti áfangastaður vinsælu sjónvarpsþáttanna The White Lotus, í framleiðslu HBO, verði á frönsku hóteli. Nú þegar hafa þættirnir verið teknir upp á Maui-eyju, Sikiley og í Taílandi. 

Samkvæmt BBC eru getgátur á lofti um hvar í Frakklandi sjónvarpsefnið verði tekið upp og hefur Grand Hôtel du Cap Ferrat borið á góma. Hótelið er staðsett við strandlengjuna Côte d'Azur í Suður-Frakklandi. Þá hefur hótelið Megève í Ölpunum einnig verið nefnt, sem og George V í París, samkvæmt franska dagblaðinu Le Parisien.

Á BBC eru teknar saman nokkrar staðreyndir um franska menningu í tilefni þess að fjórða serían verði mögulega tekin upp þar í landi: 

Líklegt þykir að fjórða sería The White Lotus verði á …
Líklegt þykir að fjórða sería The White Lotus verði á Côte d'Azur-strandlengjunni í Suður-Frakklandi. Rhiannon Elliott/Unsplash

Frakkar eru ekki dónalegir

Gestir í Frakklandi þurfa að læra að mikilvægt er að bjóða „góðan daginn“ áður en þjónusta er sótt, t.d. á veitingastöðum, í verslunum og þegar stigið er upp í strætó. 

Í kjölfar Ólympíuleikanna í París, sumarið 2024, var sett af stað herferðin Do You Speak Touriste? í þeim tilgangi að fá Frakka til að vera auðmjúkir gagnvart viðskiptavinum og tjáningu þeirra.

Frakkar tala ensku

Mýtan um að Frakkar tali enga ensku er úr sér gengin og á það einnig við um viðmót Frakka gagnvart ferðamönnum, sem gjarnan hefur verið sagt neikvætt.

„Enskukunnátta í Frakklandi hefur vissulega batnað á síðustu 20 árum,“ segir Lindsey Tramuta, blaðamaður og höfundur nokkurra bóka um París. Hún bætir við að ef Frakkar geta slegið um sig á ensku, veiti það þeim mikla ánægju.

Það þykir eflaust ekkert flott lengur að reykja í Frakklandi, …
Það þykir eflaust ekkert flott lengur að reykja í Frakklandi, eða hvað? Vitaliy Shevchenko/Unsplash

Viðskiptavinurinn hefur iðulega rangt fyrir sér í Frakklandi

Kokkurinn veit best þegar kemur að matnum á veitingastaðnum. Ef viðskiptavinurinn er ósammála þá sýnir hann óvirðingu fyrir áliti sérfræðingsins. Það sama á við um tískuvöruverslanir og á mörkuðum.

Franskur stíll er beittur

„Frakkar hafa einstakt lag á að klæða sig og raða saman fatnaði á áreynslulausan hátt, án þess að merki fatnaðarins sé sjáanlegt,“ segir ferðablaðamaðurinn Lane Nieset og bendir á yfirgengilegan klæðaburð aðalpersónunnar í kvikmyndinni Emily in Paris

Hún bætir við að það beri sérstaklega að huga að klæðnaðinum á lúxusdvalarstöðum samanber þessara í The White Lotus.

Frakkar líta aðeins öðrum augum á trúnað í samböndum.
Frakkar líta aðeins öðrum augum á trúnað í samböndum. Oleksandr Chernobai/Unsplash

Reykingar eru úr tísku ... Eða hvað?

Samkvæmt franska dagblaðinu Le Monde voru færri en fjórðungur Frakka sem reyktu daglega árið 2023. Tölurnar má rekja til aukinna takmarkana á reykingum á almannafæri.

Frakkar settu nýjar og strangari reglur um reykingar á almannafæri í júlí og um 80% þjóðarinnar studdu reglurnar.

Frakkar eru sveigjanlegri hvað snertir trúnað

Á BBC kemur fram að einungis 47% Frakka telji framhjáhald vera „siðferðilega óásættanlegt“, samkvæmt könnun Pew Research Center frá 2013, samanber 84% Bandaríkjamanna og 76% Breta. 

Samkvæmt Lily Heise, höfundi bókarinnar Je T'Aime, Me Neither, er franska nálgunin á trúnað aðeins sveigjanlegri en annars staðar. „Það er mikið um swing-klúbba í París og einnig í sveitinni,“ segir hún. „Eftir að fólk hefur verið í nokkurn tíma í sambandi er það viljugra til að prófa fleira kynferðislega þótt það haldi áfram að vera saman.“

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert