Má bjóða þér að bragða á lífinu?

Istanbúl býður upp á heillandi hamagang sem hefur ríkt skemmtanagildi.
Istanbúl býður upp á heillandi hamagang sem hefur ríkt skemmtanagildi. Samsett mynd

Langþráður draumur rættist á dögunum þegar ég komst loksins til Istanbúl í Tyrklandi. Mig hafði langað til að lykta af borginni, gramsa á mörkuðum, slæpast, sigla um Bospórussund og fá innsýn í nýja bragðheima. Eftir þessa ferð komst ég að því að ég þarf að komast fljótlega aftur þangað því að ég náði ekki að gera og sjá nema brotabrot af því sem mig langaði til.

Það er erfitt að geyma símann í vasanum því það …
Það er erfitt að geyma símann í vasanum því það var svo margt í umhverfinu sem var bráðnauðsynlegt að taka ljósmyndir af, nú eða myndskeið. mbl.is/Árni Sæberg

Ég gerði mér alls ekki grein fyrir hvað Istanbúl væri stór og svakaleg fyrr en ég horfði yfir borgina í gegnum glugga Icelandair-flugvélar í aðfluginu að borginni. Klukkan var nokkrar mínútur í miðnætti og því engin leið að átta sig á því hvar borgin byrjaði og hvar hún endaði. Ef hún endar þá einhvers staðar. Ég velti því fyrir mér hvernig ég ætti að fara að því að sjá allt það helsta á þremur dögum en á sama tíma finna mér risastórt silkiofið töfrateppi til að hafa heima í stofu og kaupa mér risagullkeðju til að hafa um hálsinn. Borgin er þekkt fyrir gott verð á gulli en þegar á hólminn var komið guggnaði ég. Það var allt of mikill hamagangur fyrir fjárfestingar sem þessar. En hver veit hvað gerist í næstu ferð.

Hvað ættir þú að gera í Istanbúl? 

Á Grand Bazaar eru margir teppasalar sem selja falleg ofin …
Á Grand Bazaar eru margir teppasalar sem selja falleg ofin teppi sem prýða híbýli fólks. Polina Kuzovkova/Unsplash
Hægt er að kaupa skartgripi og annað fínerí á Grand …
Hægt er að kaupa skartgripi og annað fínerí á Grand Bazaar. Getty/Unsplash

Grand Bazaar

Einhver myndi segja að þarna væri að finna heilan heim af litum, lykt og hamagangi. Þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar, sjálfsagt gera góð kaup á gulli og öllu því, en fólk þarf að gefa sér tíma ef það ætlar að njóta þess. Þar verður ekki þverfótað fyrir eftirlíkingum á hönnun þekktra tískuhúsa og engin hönnunarmiðstöð að gera athugasemdir við það. Ef þú vilt læknast af merkjavörufíkn þá er ferð á Grand Bazaar hverrar krónu virði. 

Feriköy Antique Market er æðislegur markaður þar sem heimamenn selja …
Feriköy Antique Market er æðislegur markaður þar sem heimamenn selja allt milli himins og jarðar. Gala Ruleva/Unsplash

Feriköy Antique Market

Ég var búin að lesa mér til um að ég yrði að heimsækja þennan flóamarkað þar sem heimamenn selja dót úr geymslunum sínum. Ef ég hefði verið að gera upp íbúð og vantað höldur á skápa, stóra og þykka myndaramma nú eða bara heimagerðar kassettur með tyrkneskum stuðlögum þá er Feriköy-antíkmarkaðurinn réttur staður. Ég sló heimilisfangið inn í Google Maps og þurfti að labba í gegnum íbúðahverfi til þess að líta dýrðina augum.

Á leiðinni datt ég inn í lítið heilsuhús og keypti krydd, trésleifar og salvíu til að kveikja í heima hjá mér til að hreinsa andrúmsloftið. Ég keypti hins vegar ekkert á flóamarkaðnum því það virkaði enginn hraðbanki fyrir utan hann. Í einum hraðbankanum þurfti tyrkneska kennitölu til að taka út peninga, annar var ónýtur og sá þriðji vildi alls ekki leyfa einhverri guggu frá Íslandi að taka út af reikningnum sínum. Ég missti því af heimabökuðum pönnukökum sem verið var að baka og ýmsu öðru sem ég hefði getað keypt ef ég hefði átt reiðufé.

Á markaðnum voru heimamenn að gera sér glaðan dag og svo voru nokkrir ferðamenn á stangli sem gerir upplifunina meira spennandi. Þar sem ég var peningalaus og allslaus þannig séð gat ég ekki prúttað niður verð á kertastjökum og hafði því meira rými til að skoða fólkið sem var glaðlegt þrátt fyrir að gjaldmiðilinn sé í frjálsu falli. 

Kaótíkin er allsráðandi í gamla bænum sem liggur upp að …
Kaótíkin er allsráðandi í gamla bænum sem liggur upp að Galata-turninum. Igor Sporynin/Unsplash

Borg fyrir fólk á tveimur jafnfljótum

Samgöngur í Istanbúl eru kaótískar og þess vegna mæli ég með því að fólk gisti nálægt þeim stöðum sem það vill sjá. Istanbúl er ekki ólík París að þessu leytinu til. Það er best að skipuleggja dagana þannig að maður geti þrammað á tveimur jafnfljótum og því eru þægilegir skór um það bil það fyrsta sem þarf að fara ofan í töskuna ásamt slæðu til að hylja hárið og síðerma buxum og skyrtum. Á stöðum eins og í Hagia Sophia, sem er sögufrægasta musteri heims, fer enginn inn fyrir nema vera rétt klæddur. Körlum í stuttbuxum er ekki hleypt inn ef það sést í hnén á þeim. Upplifunin að koma inn í Hagia Sophia var stórbrotin, því þetta mannvirki er þrungið sögu.

Hér erum við Addý Ólafsdóttir, viðburðarstjóri hjá Icelandair, í Hagia …
Hér erum við Addý Ólafsdóttir, viðburðarstjóri hjá Icelandair, í Hagia Sopia. Við komumst ekki inn nema vera með hulið hár og því komu gamlar slæður flugfélagsins að góðum notum. mbl.is/Árni Sæberg
Það kemst enginn inn í Hagia Sophia nema vera með …
Það kemst enginn inn í Hagia Sophia nema vera með hulið hár og hulda útlimi. Það má ekki sjást í brjóstaskorur og hnéskeljar. mbl.is/Árni Sæberg

Sigling um Bospórussund

Það er ekki hægt að fara til Istanbúl nema fara í siglingu og sjá moskur og höfðingjasetur með eigin augum. Að sigla um þetta sund sem skilur að Evrópu og Asíu er eins og að vera á ferðalagi í sinni eigin Disney-mynd. Við sigldum með Boat Bosphours sem er vinsælt siglingafyrirtæki í Istanbúl. 

Skipstjórinn á bátnum tók sig vel út í tvíhnepptum sjómannajakka. …
Skipstjórinn á bátnum tók sig vel út í tvíhnepptum sjómannajakka. Hann starfar hjá Boat Bosphorus sem er siglingafyrirtæki. mbl.is/Árni Sæberg
Það er gaman að sigla um Bospórussund sem aðskilur Evrópu …
Það er gaman að sigla um Bospórussund sem aðskilur Evrópu og Asíu. mbl.is/Árni Sæberg
Við Bospórussund eru glæsileg húsakynni eins og þetta hér.
Við Bospórussund eru glæsileg húsakynni eins og þetta hér. mbl.is/Árni Sæberg
Það er mikið af moskum í Istanbúl.
Það er mikið af moskum í Istanbúl. mbl.is/Árni Sæberg

Galata-turninn

Hann er einn af einkennum borgarinnar en með því að fara upp í turninn er hægt að horfa yfir borgina. Það er reyndar hægt að finna sér þakbar með svipuðu útsýni, en er ekki menningarlegra að segjast hafa horft á borgina úr Galata-turninum, ekki af einhverjum sjabbí bar!

Göturnar í kringum Galata-turninn eru litlar, þröngar og katótískar.
Göturnar í kringum Galata-turninn eru litlar, þröngar og katótískar. Alessio Patron/Unsplash
Hér má sjá Galata-turninn uppljómaðan um kvöld.
Hér má sjá Galata-turninn uppljómaðan um kvöld. Serat Erdoğan/Unsplas

Að labba upp að turninum í gegnum gamla bæinn er upplifun. Þröngar götur og kryddilmur sameinast í algerri kaótík. Þar er hægt að kaupa skartgripi, fatnað og reykja eins og eina vatnspípu í kytru ef fólk vill. Aðalmálið á þessari göngu er að vera ekki að flexa neinum verðmætum. Nota augun, eyrun og nefið til að skynja umhverfið. Og bara vera, anda, labba og njóta.

Istanbúl er byggð í brekku og það er ágæt líkamsrækt …
Istanbúl er byggð í brekku og það er ágæt líkamsrækt að þramma um borgina. mbl.is/Árni Sæberg

Þessi stutta frásögn af Istanbúl er ekki tæmandi og verða fleiri sögur sagðar af þessari frægu stórborg á ferðavef mbl.is á næstunni. 

Istanbúl er draumastaður fyrir fólk sem kann að meta handofin …
Istanbúl er draumastaður fyrir fólk sem kann að meta handofin teppi og gull. mbl.is/Árni Sæberg
Þessi ljósmynd er lýsandi fyrir stemninguna í Istanbúl.
Þessi ljósmynd er lýsandi fyrir stemninguna í Istanbúl. mbl.is/Árni Sæberg
Heimamenn veiða fisk upp úr Bospórussundi á brúnum sem skilja …
Heimamenn veiða fisk upp úr Bospórussundi á brúnum sem skilja að Evrópuhluta og Asíuhluta Istanbúl. mbl.is/Árni Sæberg
Ferjurnar eru mikið notaðar sem samgöngumáti en líka til skemmtisiglinga.
Ferjurnar eru mikið notaðar sem samgöngumáti en líka til skemmtisiglinga. mbl.is/Árni Sæberg
Brýrnar yfir Bospórussund eru yfirleitt yfirfullar af fólki.
Brýrnar yfir Bospórussund eru yfirleitt yfirfullar af fólki. mbl.is/Árni Sæberg
Moskurnar í Istanbúl eru eins og sviðsmynd í Disney-mynd.
Moskurnar í Istanbúl eru eins og sviðsmynd í Disney-mynd. mbl.is/Árni Sæberg
Grillaðir maísstönglar eru vinsælir.
Grillaðir maísstönglar eru vinsælir. mbl.is/Árni Sæberg
Tyrkir eru góðir í að búa til sætindi af ýmsu …
Tyrkir eru góðir í að búa til sætindi af ýmsu tagi. mbl.is/Árni Sæberg
Það var upplifun að prófa tyrkneskan morgunverð sem inniheldur hummus, …
Það var upplifun að prófa tyrkneskan morgunverð sem inniheldur hummus, mismunandi osta, hunang, súkkulaði, brauðmeti og sætmeti ásamt tei og tyrknesku kaffi. mbl.is/Árni Sæberg
Tyrkneskt kaffi er þykkt og sterkt.
Tyrkneskt kaffi er þykkt og sterkt. mbl.is/Árni Sæberg
Við höfnina er búið að hanna einstakt svæði með lúxusverslunum …
Við höfnina er búið að hanna einstakt svæði með lúxusverslunum og fallegri hönnun. mbl.is/Árni Sæberg
Sagan segir að gull sé á góðu verði í Istanbúl …
Sagan segir að gull sé á góðu verði í Istanbúl en ég treysti mér ekki í að kanna þær lendur nánar því hamagangurinn var of mikill. mbl.is/Árni Sæberg
Við Bospórussund eru skemmtibátar í öllum stærðum.
Við Bospórussund eru skemmtibátar í öllum stærðum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert