Rosalegt hús til leigu í Hraundal

Húsið er í algjöru næði og ró.
Húsið er í algjöru næði og ró. Samsett mynd

Í Hraundal í Borgarbyggð er stórglæsilegt hús til leigu. Húsið er auglýst á vefsíðunni AirBnb. Húsið er í senn hlýlegt, nútímalegt og fullkomið fyrir helgarferð í haust fyrir fjölskylduna. 

Húsið rúmar sex gesti í þremur svefnherbergjum. 

Landið er 700 hektarar að stærð, er staðsett rétt fyrir utan Borgarnes á leiðinni út á Snæfellsnes. Húsið er teiknað af David Pitt Architects og klárað árið 2024. Hönnunin sameinar nútímalegan arkitektúr og náttúruna á einstakan hátt. 

Aðkoman að húsinu er um tveggja kílómetra einkaveg sem tryggir gestum algjört næði. Svæðið einkennist af stórbrotnu landslagi og útsýni í allar áttir. Tvö lítil vötn á landinu hýsa fjölbreytt fuglalíf og má þar meðal annars sjá arnarpör sem dvelja á svæðinu síðsumars og yfir vetrarmánuðina.

Húsið er byggt úr steinsteypu og klætt síberískum lerkiviði. Að innan er það rúmgott og bjart, með áherslu á einfaldleika og notagildi. Á aðalhæð er forstofa, baðherbergi, opið rými með eldhúsi, borðstofu og stofu auk hjónaherbergis með útgengi. Á efri hæð eru tvö hjónaherbergi, annað baðherbergi og vinnuaðstaða. Aukaaðstaða felur í sér saunu, útilaug/sturtu og ríkulegt úrval bóka.

 

Aðalrýmið er í senn hlýlegt og nútímalegt.
Aðalrýmið er í senn hlýlegt og nútímalegt. Skjáskot/AirBnb
Allt til alls í eldhúsinu og falleg hönnun fyrst og …
Allt til alls í eldhúsinu og falleg hönnun fyrst og fremst. Skjáskot/AirBnb
Lestrarhestar ættu að una sér vel.
Lestrarhestar ættu að una sér vel. Skjáskot/AirBnb
Náttúran umlykur húsið.
Náttúran umlykur húsið. Skjáskot/AirBnb
Það hefur verið hugsað út í öll smáatriði.
Það hefur verið hugsað út í öll smáatriði. Skjáskot/AirBnb
Gisting fyrir náttúrubörn.
Gisting fyrir náttúrubörn. Skjáskot/AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert