Söngkonan og fiðlusnillingurinn Greta Salóme Stefánsdóttir hefur tekið sér kærkomið frí frá amstri hversdagsins og nýtur nú lífsins á uppáhaldseyju Íslendinga, Tenerife, ásamt eiginmanni sínum, Elvari Þór Karlssyni, forstöðumanni fyrirtækjaráðgjafar hjá Landsbankanum, og sonum þeirra tveimur, Bjarti Elí og Sólmundi.
Á samfélagsmiðlum hefur Greta Salóme gefið fylgjendum sínum innsýn í ferðalag fjölskyldunnar og deildi meðal annars fallegri fjölskyldumynd í story á Instagram-síðu sinni.
Við myndina skrifaði hún: „Hvað ég elska þetta crew mikið.“
Veðrið á Tenerife er einstaklega þægilegt þessa dagana, milt loftslag og um 15 stiga hiti. Það gerir eyjuna að ákjósanlegum áfangastað fyrir Íslendinga á þessum árstíma; það er ekki of heitt, minni líkur á sólbruna en næg hlýja til að njóta alls þess besta sem eyjan hefur upp á að bjóða.
