Stórstjarna stödd á Íslandi

Loreen í förðun hjá meistaranum Ísak Helgasyni.
Loreen í förðun hjá meistaranum Ísak Helgasyni. Samsett mynd

Söngkonan Loreen er stödd á Íslandi ef marka má samfélagsmiðlana hennar. Hún birti myndskeið af sér þar sem hún sat úti, klædd stórum svörtum pels.

Loreen merkti förðunarfræðinginn Ísak Helgason inn á myndskeiðið sem virðist vera að farða hana. Ísak er einn þekktasti förðunarfræðingur landsins og hefur mikið starfað með söngkonunni. Einnig birti hún mynd af mynda- og upptökuvélum. 

Loreen er þekktust fyrir þátttöku sína í Eurovision og hefur unnið keppnina tvisvar sinnum. Fyrst með laginu Euphoria árið 2012 og síðar Tattoo árið 2023. 

Hún hefur miklar mætur á landinu og hefur nokkrum sinnum komið til landsins. Hún sagði í viðtali við mbl.is árið 2023 að hún væri sannfærð um að hún hefði búið á Íslandi í fyrra lífi.

Loreen merkir Ísak inn á myndskeiðið á Instagram.
Loreen merkir Ísak inn á myndskeiðið á Instagram. Skjáskot/Instagram
Það er ljóst að einhverjar tökur eru að eiga sér …
Það er ljóst að einhverjar tökur eru að eiga sér stað. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert