„Klassi“ er eflaust ekki fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um gistingu á vegahóteli, eða móteli, eins og þekkist t.d. víða um Bandaríkin. Tilhugsunin um að dvelja ofan í þjóðveginum er ekki beinlínis spennandi og kannski sérstaklega vegna þess hve mótel hafa oft verið notuð sem sögusvið í glæpa- og hryllingsmyndum.
Hins vegar er vel hægt að finna sjarmerandi og gamaldags mótel á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum sem eru vel þess virði að prófa.
Mótelið er ansi litríkt og einungis ætlað fullorðnum. Mótelið er innréttað í anda sjöunda og áttunda áratugarins og tekur dvölin gesti marga áratugi aftur í tímann.
Mótelið er innblásið af engri annarri en Barbie og rekið af dragdrottningunni Trixie Mattel. Bleiki liturinn er allsráðandi hvert sem litið er. Mótelið er einungis fyrir fullorðna.
Hótelið var upphaflega teiknað af arkitektinum Robert Platt, árið 1959. Síðan þá hafa verið gerðar endurbætur að innanverðu og er hótelið innréttað í blöndu af gamaldags- og nútímastíl, með listmunum gerðum af heimamönnum.
Mótelið opnaði fyrst árið 1963, þá sem lúxushótel. Það hefur verið endurbætt síðan þá og haldið hefur verið í það gamla til „að varðveita sálina“.
Madonna Inn opnaði fyrst 1958 og er þekkt fyrir litríkt umhverfi, miklar skreytingar og vel af bleika litnum. Hótelið er ætlað fjölskyldum sem og fyrir rómantískar paraferðir.
Ace Hotel er einn vinsælasti áfangastaðurinn í héraðinu. Umhverfið er allt í senn einfalt og minnir helst á bóhem-stíl. Í garðinum eru tvær stórar sundlaugar, kokteilbar og veitingastaður.