Selma Soffía fagnaði þrítugsafmælinu á Marbella

Selma Soffía klæddi sig upp í glæsilegan síðkjól í tilefni …
Selma Soffía klæddi sig upp í glæsilegan síðkjól í tilefni dagsins. Samsett mynd

Hlaðvarpsstjórnandinn og þúsundþjalasmiðurinn Selma Soffía Guðbrandsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu á Marbella á dögunum. Hún var klædd mynstruðum síðkjól og segist spennt fyrir næstu árum. Selma er mikill tískuunnandi og hennar helsta áhugamál er að klæða sig upp og hugsa vel um sjálfa sig. Það hefur hún aldeilis gert á Spáni.

Birthday girlie! Spennt fyrir þrítugsaldrinum, hef heyrt að hann sé ekkert nema veisla,“ skrifar Selma á samfélagsmiðla. Hún fagnar afmælinu með kærastanum, Axel Birni Clausen. 

Selma heldur úti hlaðvarpinu Skipulagt chaos með Steinunni Ósk Valsdóttur og þar taka þær á ýmsum málum. 

„Ég er 29 ára stúlkukind að njóta lífsins og leika mér að vera skvísa alla daga. Ég verð einmitt þrjátíu ára í október, 5. október nánar tiltekið og er mjög spennt fyrir þrítugsárunum, sem ég hef heyrt að séu ekkert nema algjör veisla. Ég er hlaðvarpsstjórnandi ásamt vinkonu minni Steinunni Ósk í hlaðvarpinu Skipulagt Chaos, þar sem við erum með mikil skvísulæti og ræðum ýmisleg samfélagsmálefni ásamt fleiru. Eins og er, er ég ekki á vinnumarkaði en hef þó gaman af því að skipta mér að rekstrinum hjá kærasta mínum sem á Umami Sushi sem er í mathöllunum Borg 29 og Hafnartorg Gallery, og á milli þess þykir mér mjög gaman að leika mér á samfélagsmiðlum,“ sagði hún í viðtali við Smartland fyrr á árinu.

View this post on Instagram

A post shared by Selma🤍 (@selmasoffia)

Vinsæll ferðamannastaður

Marbella er staðsett á suðurströnd Spánar í Andalúsíu við Costa del Sol. Borgin er þekkt fyrir gamla bæinn með hvítum húsum, appelsínutré, lúxushöfnina Puerto Banús, langar strendur, golfvelli og líflegt næturlíf. Borgin er sannkölluð ferðamannaparadís og laðar að sér efnameiri ferðamenn sem sækjast eftir sól og góðu lífi allan ársins hring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert