Jórunn Frímanns og Hörður Ólafs leigja út sumarhúsið

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi og eiginmaður …
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi og eiginmaður hennar, Hörður Ólafsson læknir, eiga glæsilegt sumarhús við Þingvallavatn. Samsett mynd

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi og eiginmaður hennar, Hörður Ólafsson læknir, eiga glæsilegt sumarhús við Þingvallavatn. Húsið leigja þau út til ferðamanna þar sem fólk getur upplifað töfra íslenskrar náttúru í vistlegu umhverfi. Þessa vin í eyðimörkinni kalla þau Cabin Þingvellir og kostar nóttin 970 evrur eða 137.158 kr. íslenskar krónur ef miðað er við gengi gærdagsins. 

Í húsinu eru tvö svefnherbergi, stórt baðherbergi með þvottavél og þurrkara og opið rými þar sem eldhús og stofa mætast. Í eldhúsinu eru hvítar innréttingar í frönskum sveitastíl með stórri eldhúseyju og viðarborðplötum. 

Fyrir utan húsið er stór verönd með útsýni út á Þingvallavatn. 

„Það eru nú fjögur ár síðan við fundum gamlan bústað við Þingvallavatn á fullkomnum stað við vatnsbakkann. Bústaðurinn var þó orðinn mjög gamall og því miður þurfti að rífa hann niður. En við reyndum að skapa eitthvað sérstakt í staðinn. Nýi, ástsæli bústaðurinn okkar leitast við að halda í einkenni þess gamla: pallurinn sem teygir sig út í vatnið og einfaldleikinn sem liggur í hjarta alls.

Hann er einnig virðingarvottur við liðna tíð – torfbæir voru byggingarstíll forfeðra okkar og héldu Íslendingum skjól gegn harðbýlum aðstæðum náttúrunnar í þúsund ár. Við vildum tengjast þeirri hefð og sýna virðingu fyrir landinu sem við byggðum bústaðinn á.

Nú þegar draumsýn okkar er orðin að veruleika erum við ótrúlega ánægð að geta deilt henni með ykkur,“ segja Jórunn og Hörður inn á heimasíðu sumarbústaðsins cabin-thingvellir.com. 

Bústaðurinn er byggður í torfbæjarstíl þótt hann sé nýlegur.
Bústaðurinn er byggður í torfbæjarstíl þótt hann sé nýlegur. Ljósmynd/Cabin-thingvellir.com
Eldhús og stofa renna saman í eitt og er fallegt …
Eldhús og stofa renna saman í eitt og er fallegt útsýni úr rýminu út á Þingvallavatn. Ljósmynd/Cabin-thingvellir.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert