Myndir þú borga 53 þúsund fyrir að gista í skó?

Skóhúsið er fallega innréttað.
Skóhúsið er fallega innréttað. Samsett mynd

Í smábænum Yorkana í Pennsylvaníu stendur afar óvenjulegt hús – í laginu eins og þykkbotna skór.

Húsið, sem kallast The Haines Shoe House, var reist á síðari hluta 20. aldar og hefur á síðustu árum verið mikið endurnýjað og breytt í vinsælan gististað sem áhugasömum býðst að leigja á Airbnb. Þar hefur það fengið 4,93 stjörnur af fimm mögulegum frá ánægðum gestum.

Skóhúsið er um 140 fermetrar, með þremur svefnherbergjum og tveimur og hálfu baðherbergi. Þar er að finna heitan pott, eldstæði, leikjasvæði, vínylplötuspilara og eldhús með retro-ísskáp og kaffivél.

Húsið stendur við þjóðveginn í Yorkana og er í þægilegri akstursfjarlægð frá áhugaverðum stöðum í York-sýslu, meðal annars frá Amish-svæðinu í Lancaster, Hershey’s Chocolate World og Gettysburg-vígvellinum.

Ein nótt í skóhúsinu kostar um 434 dali, eða rúmlega 53 þúsund krónur.

Ef þú ert að skipuleggja ferð til Yorkana ættirðu ekki að láta þennan skemmtilega gistimöguleika fram hjá þér fara – því það er ekki á hverjum degi sem maður gistir í skó!

Húsið er afar sjarmerandi.
Húsið er afar sjarmerandi. Skjáskot/Airbnb
Herbergin eru smekklega innréttuð.
Herbergin eru smekklega innréttuð. Skjáskot/Airbnb
Skemmtileg mynstur prýða hvert einasta rými.
Skemmtileg mynstur prýða hvert einasta rými. Skjáskot/Airbnb
Stofan er björt og falleg.
Stofan er björt og falleg. Skjáskot/Airbnb
Útisvæðið er huggulegt.
Útisvæðið er huggulegt. Skjáskot/Airbnb
Það er plötuspilari á staðnum fyrir þá sem vilja hlusta …
Það er plötuspilari á staðnum fyrir þá sem vilja hlusta á vínyl. Skjáskot/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert