Maríanna og Dommi ástfangin í París

Maríanna og Dommi njóta lífsins í borg ástarinnar.
Maríanna og Dommi njóta lífsins í borg ástarinnar. Samsett mynd

Guðmundur Ingi Hjartarson, oft kallaður Dommi, framkvæmdastjóri og Maríanna Pálsdóttir, sem starfar sem snyrtifræðingur og jógakennari hjá UMI heilsusetri á Seltjarnarnesi, virðast vera í algjörri draumabrúðkaupsferð ef marka má færslur þeirra á Instagram síðustu daga.

Hjónin gengu í hjónaband þann 30. ágúst síðastliðinn í Dómkirkjunni í Reykjavík og héldu glæsilega veislu í Gamla bíó að lokinni athöfn.

Guðmundur Ingi og Maríanna hnutu hvort um annað fyrir um þremur árum, þegar hún starfaði á Fréttablaðinu sáluga og sá um að farða sjónvarpsstjörnur sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar, sem þá var og hét. Þau smullu saman strax og hafa síðan þá verið samstiga og samhent. Meðal fjölmargra sameiginlegra áhugamála þeirra er veiði.

Nýjustu myndir hjónanna sýna þau í borg ástarinnar, París, þar sem þau stilla sér upp við Eiffelturninn að kvöldi til.

„Danmörk – Króatía – Ítalía – Sikiley – París! Verður spennandi að sjá hvar við endum næst, en við erum búin að gera þessa brúðkaupsferð að hinni fullkomnu óvissuferð og við köstum upp á alla áfangastaði.“





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert