Löng helgi í Lundúnum: Hvernig áttu að klæða þig?

Þú slærð í gegn í þessum fötum ef þú ert …
Þú slærð í gegn í þessum fötum ef þú ert á leiðinni til Lundúna í helgarferð.

Á þessum árstíma er gríðarlega vinsælt á meðal Íslendinga að lengja helgina og kíkja í borgarferð. Þar nýtur fólk þess að borða góðan mat, kíkir á listasöfn og verslar jafnvel eitthvað.

Það er fátt verra en að vera illa búinn og illa undirbúinn fyrir veðrið. Þegar kemur að Lundúnum er nánast alltaf von á smá vætu á haustin. Góður rykfrakki ætti að koma sér vel og þá sérstaklega ef efnið er vatnsfráhrindandi. 

Tískan í borginni er gríðarlega fjölbreytt og persónulegur stíll er mjög einkennandi. Drottningar Lundúna elska að blanda saman vintage-fötum við nýrri föt en stíllinn getur verið mjög breytilegur eftir hverfum. Í Notting Hill eru þær margar klæddar eins og best klæddu konur Parísar á meðan listatýpan kemur sterkt fram í austurhluta borgarinnar. Lundúnabúar halda þó fast í hefðirnar og elska klassískan, vel klæðskerasniðinn fatnað.  

Dökkgrænn litur er kjörinn fyrir þennan árstíma og aldrei of mikið af honum. Það er mikilvægt að taka með sér hlýjan og þunnan ullarbol því veðrið getur verið ófyrirsjáanlegt í Lundúnum á haustin. Þannig verður þér ekki kalt. 

Ullarbolur frá Herskind, fullkominn sem innsta lag þegar það er …
Ullarbolur frá Herskind, fullkominn sem innsta lag þegar það er kalt úti. Hann fæst í Mathildu og kostar 24.990 kr.
Plíserað stuttbuxnapils frá Zöru sem kostar 8.995 kr.
Plíserað stuttbuxnapils frá Zöru sem kostar 8.995 kr.
Bómullarskyrta með flottum smáatriðum frá the garment, fæst í Andrá …
Bómullarskyrta með flottum smáatriðum frá the garment, fæst í Andrá og kostar 37.990 kr.
Kápa frá COS sem kostar 38.000 kr.
Kápa frá COS sem kostar 38.000 kr.
Trefill úr ull frá Zöru, kostar 8.995 kr.
Trefill úr ull frá Zöru, kostar 8.995 kr.
Gróf stígvél frá Sofie Schnoor, fást í Mathildu og kosta …
Gróf stígvél frá Sofie Schnoor, fást í Mathildu og kosta 59.990 kr.
Venn-taska frá Kalda sem kostar 70.700 kr.
Venn-taska frá Kalda sem kostar 70.700 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert