Þetta kaffihús er ekki fyrir lofthrædda

Heimsókn á Interstellar Coffee er upplifun sem vert er að …
Heimsókn á Interstellar Coffee er upplifun sem vert er að bæta við ferðina til Kína. Samsett mynd

Á Huajiang Grand Canyon-brúnni í Guizhou-héraði í Kína hefur nýtt glerkaffihús, Interstellar Coffee, verið opnað og stendur það í 800 metra hæð yfir jörðu.

Kaffihúsið, sem situr ofan á einum brúarturninum, er á tveimur hæðum með 360 gráðu útsýni yfir fjallasvæðið. Gestir komast þangað með glerlyftu á innan við einni mínútu.

Fyrir ævintýragjarna er einnig hægt að ganga yfir 580 metra langan glerpall, eða jafnvel stökkva í teygju niður í gljúfrið sem liggur undir brúnni.

Huajiang Grand Canyon-brúin, sem var opnuð 28. september, er hæsta brú heims og tengir saman tvö ferðamannasvæði í suðurhluta Kína. Brúin er 1.400 metra löng og styttir ferðatíma á svæðinu úr tveimur klukkustundum í einungis tvær mínútur.

People

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert