Einn af mínum uppáhaldsstöðum í heiminum, fyrir utan Ísland, er Riviera Maya ströndin í Mexíkó. Hún er staðsett á Yucatan-skaganum en við þessa strandlengju eru bæir eins og Cancun, Playa del Carmen og Tulum. Í sumar varð ég vitni að því þegar hvirfilbylur myndaðist úti í sjó og kom að landi með miklum látum.
Forsaga málsins er svo sem ekki merkileg. Ég var búin að labba strandlengjuna þvera og endilanga og ætlaði að fara að hafa það náðugt með íslenska skáldsögu í hönd þegar ég varð vör við óróa í kringum mig. Fólk stóð upp af sólbekkjunum og augu allra beindust út á sjó. Það var skiljanlegt því þar hafði myndast hvirfilbylur sem stefndi upp að landi.
Hvirfilbylur myndast við ákveðin veðurskilyrði, þegar heitt og rakt loft rís upp og kaldara loft sígur niður á sama stað. Hvirfilbylur getur nálgast land af miklu afli og ollið eyðileggingu en það var þó ekki þannig á Riviera Maya ströndinni í Mexíkó.
Það voru þó einhverjir sem tóku til fótanna og flúðu upp á hótel.