Ferðaráð íslenskrar leikkonu slá í gegn

Unnur Eggertsdóttir heldur úti vinsælli TikTok-síðu.
Unnur Eggertsdóttir heldur úti vinsælli TikTok-síðu. Samsett mynd

Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir deildi nýverið gagnlegum ráðum á TikTok-síðu sinni fyrir þá sem hyggjast heimsækja landið.

Hún birti tvö myndskeið þar sem hún fjallar annars vegar um þrjú atriði sem ferðamenn ættu að forðast og hins vegar þrjú atriði sem þeir ættu hiklaust að prófa meðan á dvöl þeirra stendur.

Þetta ættu ferðamenn að forðast

Í fyrsta myndbandinu, What to avoid in Iceland, byrjar hún á að segja: „Ég borga ekki fyrir vatn,“ og útskýrir í framhaldi að kranavatnið á Íslandi sé hreint og bragðgott, sama hvar á landinu maður er. Því sé algjör óþarfi og peningaeyðsla að kaupa flöskuvatn.

Í öðru lagi ráðleggur Unnur ferðamönnum að dempa væntingar þegar kemur að því að sjá og upplifa norðurljósin.

Í þriðja lagi segir hún að það borgi sig ekki að kaupa reyktan lax á veitingastöðum. Betra sé að fara í matvöruverslun, kaupa hann þar og fá þannig mun meira fyrir peninginn.

Þetta ættu ferðamenn að gera

Í hinu myndskeiðinu, sem ber heitið Tips from an Icelander, nefnir Unnur þrjú atriði sem allir ættu að gera á Íslandi .

Fyrst hvetur hún fólk til að fara í almenningssundlaugar. Þær séu ódýrari en baðlón og bjóða upp á ekta íslenska upplifun. Hún nefnir jafnframt að ferðamenn ættu ekki að vera feimnir við sturtuaðstöðuna, þó hún virðist mörgum framandi.

Næst bendir hún á að það sé vel þess virði að borða á bensínstöðvum. Þar sé hægt að fá góða hamborgara, pylsur, ís og fleira og hún mælir sérstaklega með því að smakka kokteilsósu.

Að lokum segir Unnur að allir ættu að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið og kynnast náttúrufegurðinni sem landið hefur upp á að bjóða.

Myndböndin má sjá hér að neðan:

@youcancallmeuna Lmk if you want nature-y suggestions next 🇮🇸 #iceland #fyp #icelandic #traveltips ♬ Valentine - Laufey



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert