UMI hótelið hlýtur Michelin-lykil

Umi-hótelið hefur hlotið Michelin-lykilinn sem er mikil viðurkenning í hótelbransanum.
Umi-hótelið hefur hlotið Michelin-lykilinn sem er mikil viðurkenning í hótelbransanum.

Íslenska hótelið UMI Hotel hlaut nýlega Michelin-lykil en viðurkenningin samsvarar Michelin-stjörnu í matvælageiranum. Þetta þykir mikil viðurkenning í hótelheiminum en aðeins 38 hótel í allri Skandinavíu hafa fengið lykilinn. 

Michelin-lykillinn er veittur hótelum sem þykja skara fram úr í hönnun, þjónustu, persónulegum smáatriðum og tengingu við umhverfi sitt. 

„Við erum ótrúlega stolt af þessu afreki, sem endurspeglar skuldbindingu UMI og KNOX Hotels við að skapa einstaka, alþjóðlega gestrisni þar sem náttúran, kyrrðin og lúxusinn mætast á hógværan og fallegan hátt,“ segir í fréttatilkynningu frá Kolfinnu Kristínardóttur, markaðs- og sölustjóra KNOX Hotels.

Hótelið er staðsett við Hvolsvöll og er vel staðsett fyrir ferðamenn sem vilja skoða suðurlandið. Sandra Dís Sigurðardóttir arkitekt sá um innanhúss- og lýsingahönnun sem þykir vel heppnuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert