Á milli Hellu og Hvolsvallar stendur fallegt hús fyrir þá sem sækjast eftir ró og fallegri náttúru. Húsið er auglýst til leigu á vefsíðunni AirBnb.
Í húsinu er það kyrrðin sem grípur gestina frá fyrstu stundu. Húsið er hannað með stórum gluggum sem ramma inn útsýnið, hvort sem það eru dansandi norðurljós eða litríkt sólsetur.
Stíllinn inni í húsinu er einfaldur með hlýrri og norrænni stemningu. Eldhúsið og stofa eru í opnu rými með mjúkum húsgögnum, borðkrók og stórum gluggum. Hvert smáatriði er vel ígrundað og ættu flestum að líða vel. Í svefnherberginu finnurðu hágæða rúm og útsýni í tvær áttir. Húsið rúmar tvo gesti svo þetta er kjörið fyrir rómantíska ferð út á land.
Við húsið stendur sérbyggð gufa með gólfsíðum gluggum. Þar geta gestir notið útsýnisins í þögn og hlýju.
Það getur verið einstakt að vera ferðamaður í eigin landi og finna sér athvarf til að draga sig í hlé. Úr húsinu er einnig stutt í helstu perlur Suðurlands eins og Seljalandsfoss, Skógarfoss og svartar sandstrendur Víkurs.