Alvöru sveitastemning í bústað við Laugarvatn

Slakaðu á í stofunni í bláum flauelssófa.
Slakaðu á í stofunni í bláum flauelssófa. Skjáskot/Airbnb

Alvöru sveitabústaður hefur vakið athygli ferðamanna sem sækjast eftir friði, fegurð og þægindum í senn. Við bústaðinn sameinast íslensk náttúra og hlýleg stemning í notalegu umhverfi.

Bústaðurinn, sem er innréttaður í grófum kofastíl, rúmar allt að tíu gesti í fimm rúmgóðum svefnherbergjum. Gestir geta slakað á í heitum potti með útsýni yfir gróskumikið landslag. Arinneldur gæti gert mikið á köldum vetrardögum en einnig er hægt að spila hinn fræga leik Mortal Kombat í spilakassa sem prýðir miðja stofuna. Bústaðurinn er auglýstur til leigu á vefsíðunni Airbnb.

Viður er áberandi á gólfum og á veggjum. Eldhúsinnréttingin er ljósgrá og er staðsett í alrými með stofunni. Í stofunni er hlýlegur, blár flauelssófi sem hægt er að slaka á fyrir alvöru í. 

Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu alrými.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu alrými. Skjáskot/Airbnb
Úr eldhúsinu er útgengt á verönd með heitum potti.
Úr eldhúsinu er útgengt á verönd með heitum potti. Skjáskot/Airbnb
Heillandi svefnherbergi með sér baðherbergi.
Heillandi svefnherbergi með sér baðherbergi. Skjáskot/Airbnb
Kojur koma sér alltaf vel í bústaðnum.
Kojur koma sér alltaf vel í bústaðnum. Skjáskot/Airbnb
Fallegt og rólegt umhverfi umlykur bústaðinn.
Fallegt og rólegt umhverfi umlykur bústaðinn. Skjáskot/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert