Norðurljósadans eftir metsnjókomu

Ása Steinars dreif sig út til að fylgjast með norðurljósunum.
Ása Steinars dreif sig út til að fylgjast með norðurljósunum. Samsett mynd

Þegar snjókomu gærdagsins loksins lægði fengu íbúar höfuðborgarsvæðisins stórkostlega ljósasýningu á himni, þar sem norðurljósin dönsuðu yfir borginni í öllum sínum litum og ljóma.

Ferðabloggarinn Ása Steinars birti myndskeið af sjónarspilinu á Instagram-síðu sinni í morgunsárið og lýsti undrun sinni yfir gærdeginum.

„Hvað gerðist í gær?

Veturinn kom bara upp úr þurru… metsnjókoma í október, bílar fastir, flugi aflýst, öll borgin frosin. Við komumst ekki einu sinni út úr húsi. Og svo, þegar storminn loksins lægði... fóru norðurljósin gjörsamlega á kostum beint fyrir ofan húsið okkar.

Ísland, þú ert óraunverulegt,“ skrifaði hún við myndskeiðið.

View this post on Instagram

A post shared by Asa Steinars (@asasteinars)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert