Þegar snjókomu gærdagsins loksins lægði fengu íbúar höfuðborgarsvæðisins stórkostlega ljósasýningu á himni, þar sem norðurljósin dönsuðu yfir borginni í öllum sínum litum og ljóma.
Ferðabloggarinn Ása Steinars birti myndskeið af sjónarspilinu á Instagram-síðu sinni í morgunsárið og lýsti undrun sinni yfir gærdeginum.
„Hvað gerðist í gær?
Veturinn kom bara upp úr þurru… metsnjókoma í október, bílar fastir, flugi aflýst, öll borgin frosin. Við komumst ekki einu sinni út úr húsi. Og svo, þegar storminn loksins lægði... fóru norðurljósin gjörsamlega á kostum beint fyrir ofan húsið okkar.
Ísland, þú ert óraunverulegt,“ skrifaði hún við myndskeiðið.
