Íslendingar þurfa ekki að ferðast langt til að heimsækja öruggustu borg í heimi en Reykjavík hefur hlotið titilinn öruggasta borg heims í nýrri könnun ferðatryggingafélagsins Berkshire Hathaway Travel Protection.
Þetta er annað árið í röð sem íslenska höfuðborgin trónir á toppi listans. Niðurstaðan var birt á ferðavefnum Travel + Leisure.
Í skýrslunni kemur fram að öll hverfi Reykjavíkur séu talin „einstaklega örugg“ og að engin önnur borg fái jafn háa einkunn þegar kemur að öryggi ferðamanna. Þar er Reykjavík lýst sem friðsælli og vinalegri borg með greiðan aðgang að náttúruperlum landsins, fjölbreyttri matargerð og litríkum arkitektúr.
„Ferðalangar eru í dag mun meðvitaðri en áður um öryggi þegar þeir velja áfangastaði,“ sagði Carol Mueller, markaðsstjóri Berkshire Hathaway Travel Protection, í tengslum við birtingu skýrslunnar.
Kaupmannahöfn og Zürich komu næstar á eftir Reykjavík en Amsterdam og Honolúlú skipuðu fjórða og fimmta sætið.
Hér er listinn í heild sinni:
