Sverrir Einar selur Þrastalund

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar.
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Sverrir Einar Eiríksson athafnamaður hefur sett veitingastað sinn á sölu og líka sex íbúða hús í Reykjanesbæ. Veitingastaðurinn er þekktur en hann heitir Þrastalundur og hefur laðað að ferðamenn allstaðar að úr heiminum. 

Þrastalundur er við Sogið í Grímsnesinu og segir Sverrir Einar frá því að Leifur Welding hafi hannaði staðinn að innan. 

„Tvö einstök fjárfestingatækifæri á Suðurlandi og Reykjanesi. Þrastarlundur – einn þekktasti og sögulegasti áningarstaður landsins, hannaður af Leifi Welding. Fallega staðsettur við Sogið í hjarta Gullna hringsins – aðeins 45 mínútur frá Reykjavík.
Stórfenglegir möguleikar á hótel- eða gistiuppbyggingu,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Svo minnist hann á Vatnsnesvegur 5 sem hefur að geyma fasteign með sex íbúðum og bílskúrum í miðbæ Reykjanesbæjar. Sverrir Einar segir að það séu miklir möguleikar í þessu og að þróun á svæðinu fari vaxandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert