Ert þú „flugvallarpabbi“?

Flugvallarpabbinn er alltaf tímanlega á ferðinni.
Flugvallarpabbinn er alltaf tímanlega á ferðinni. Ljósmynd/Tim Mossholder

Hugtakið „flugvallarpabbi“ (eða Airport Dad Mode) hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa deilt myndskeiðum af fjölskyldufeðrum sem greinilega eru í þessum svokallaða flugvallarpabbagír.

En hvað felst í því að vera flugvallarpabbi?

Jú, það er sá sem hefur allt á hreinu – alveg frá því lagt er af stað að heiman og þar til lent er á áfangastað. Þetta eru menn sem hafa ferðaáætlunina á hreinu, eru alltaf skrefi á undan, fylgjast vel með og sjá til þess að allir séu á réttum stað á réttum tíma.

Ef eitthvað af þessu á við þig, ertu líklega flugvallarpabbi:

  • Þú mætir á flugvöllinn að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför.

  • Þú ert búinn að prenta út brottfararspjöldin, þótt þau séu í símanum.

  • Þú segir reglulega: „Áfram gakk.“

  • Þú gengur nokkrum skrefum á undan hópnum með augun föst á brottfaraskjánum.

  • Þú minnir alla á að fara á klósettið áður en farið er í gegnum öryggishliðið.

  • Þú ert með passa og brottfararspjöld snyrtilega geymd í lítilli tösku.

  • Þú færð létt kvíðakast þegar einhver í hópnum dregur lappirnar.

  • Þú gengur að brottfararhliðinu um leið og það birtist á skjánum.

  • Og þú hefur aldrei misst af flugi.

Flugvallarpabbinn vill einfaldlega að allt gangi vel og að allir komist á áfangastað, helst aðeins á undan áætlun.

Hér má sjá nokkur skemmtileg myndskeið af flugvallarpöbbum:

@marga_nic

airport dad mode: activated 🙌🏻🙏🏻

♬ Che La Luna - Louis Prima
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert