Fagnaði þrítugsafmælinu á ströndinni

Ofurfyrirsætan hélt upp á þrítugsafmælið með stæl.
Ofurfyrirsætan hélt upp á þrítugsafmælið með stæl. AFP

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner átti gott þrítugsafmæli af samfélagsmiðlum að dæma en hún hélt upp á það við sjóinn í hvítum sandi ásamt fjölskyldu og vinum. Kardashian-klanið var að sjálfsögðu allt mætt og virtist skemmta sér vel.

Kardashian-fjölskyldan er vön að heimsækja Cabo í Mexíkó eða Karabíska hafið í fríum og þykir alls ekki ólíklegt að afmælið hafi átt sér stað á þeim slóðum. 

Kendall er þrítug og hefur sjaldan litið betur út.
Kendall er þrítug og hefur sjaldan litið betur út. Skjáskot/Instagram

Jenner deildi mynd af langborði sem var búið að koma fyrir í sandinum þar sem hún sat með tugi fólks. Kim Kardashian, systir hennar, birti einnig myndir frá afmælinu og óskaði yngri systur sinni til hamingju með daginn. 

Gestalistinn er talinn hafa innihaldið margar stórstjörnur en fyrir utan Kardashian-fjölskylduna voru Hailey Bieber og Justine Skye mættar. 

View this post on Instagram

A post shared by Kendall (@kendalljenner)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert