Circle Air

Upplýsingar

Akureyrarflugvöllur

600 Akureyri

5884000

circleair@circleair.is

https://www.circleair.is/

Circle air er útsýnis og leiguflugfélag sem er staðsett á Akureyri. Félagið var stofnað 2016 og tók þá strax í notkun tvær GippsAero Airvan 8, 8 sæta flugvélar sem henta einstaklega vel til útsýnisflugs. Okkar helsta vara eru útsýnisflugtúrar frá Akureyri en einnig leigjum við vélina út í sérferðir hvert á land sem er. Það hefur færst í aukana að vinahópar og fjölskyldur leigi vél út hjá okkur og fari í útsýnisflug með millilendingu á flugvöllum á afskekktum stöðum þar sem stoppað er og jafnvel grillað ofan í mannskapinn. Í sumar ætlum við svo að bjóða upp á sértilboð fyrir íslendinga svo að þeir geti upplifað okkar undurfagraland frá nýju sjónarhorni.