Veitingastaðir í Val D'Isere 

Fjölda frábærra veitingastaða er að finna í Val D´Isére.
Fjölda frábærra veitingastaða er að finna í Val D´Isére. mbl.is/Thinkstock

Nú er sá tími árs þar sem skíðafólk iðar í skinninu að komast í brekkurnar. Því miður eru veðurguðirnir ekki sérstaklega gjafmildir á snjó hérna í kringum höfuðborgarsvæðið og því um að gera að annaðhvort leita uppi snjó á Norðurlandi eða leita til útlanda. Val D'Isere í Frakklandi hefur verið vinsælt svæði hjá Íslendingum um áraraðir enda ekki að undra þar sem þarna er að finna frábærar brekkur og urmul af frábærum veitingastöðum sem vert er að gefa gaum.

La Luge

Veitingastaðurinn La Luge er staðsettur í 1.850 metra hæð á Hotel Le Blizzard. Veitingastaðurinn sérhæfir sig í ýmiss konar ostaréttum svo sem raclette og fondue. Hver getur ekki bætt á sig kaloríumblómum eftir langan vinnudag í skíðabrekkunum?

Ostaveislan á La Luge er engri lík.
Ostaveislan á La Luge er engri lík. mynd/Laluge

Ski Gallery & Fondue Factory

Talandi um osta þá er Fondue Factory frábær staður til að heimsækja og njóta góðs matar og umhverfis. Veitingastaðurinn er staðsettur á skíðasafni sem rekur sögu dalsins sem er nokkuð merkileg, svo hefurðu líka eitthvað að gera á meðan beðið er eftir borði því biðin getur stundum orðið löng vegna vinsælda.

Staðurinn er mjög stílhreinn og vinsæll.
Staðurinn er mjög stílhreinn og vinsæll. mynd/FondueFactory

L'Etincelle

Veitingastaðurinn er staddur uppi í miðri brekku og því tilvalinn áfangastaður til að hvíla lúin bein og fá sér eitthvað gott að borða. L'Etincelle er þekktur fyrir gott grill og framúrskarandi góðar pizzur auk þess sem útsýnið er alveg dásamlegt.

Útsýnið af veitingastaðnum er virkilega flott.
Útsýnið af veitingastaðnum er virkilega flott. mynd/L´Etincelle

Arctic Juice And Café

Gríptu eitthvað heilnæmt og gott á ferðinni á Arctic, þetta er nánast eini staðurinn á svæðinu sem einblínir á heilsusamlega rétti. Þarna finnurðu alls kyns samlokur, salöt og þeytinga.

Nauðsynlegt er að fá sér eitthvað hollt og gott inn …
Nauðsynlegt er að fá sér eitthvað hollt og gott inn á milli. mynd/arcticjuice
mbl.is