Maraþon fyrir nautnaseggi

Glaðir þátttakendur í vínmaraþoninu.
Glaðir þátttakendur í vínmaraþoninu. Mynd/Medocmarathon

Færri ferðast til landsins með það að markmiði að taka þátt í íþróttakeppnum. Núna er aftur á móti tækifærið til að slá tvær flugur í einu höggi og taka þátt í vínmaraþoninu Marathon du Médoc.

Í hlaupinu er komið við á 20 vínbúgörðum.
Í hlaupinu er komið við á 20 vínbúgörðum. Mynd/Medocmarathon

Þetta árlega og sívinsæla maraþon er haldið að hausti og dregur að sér fjöldann allan af hlaupurum frá öllum heimshornum. Hlaupið gengur þannig fyrir sig að skokkað er á milli vínframleiðenda á Bordeaux-svæðinu og dreypt á víni sem framleiðendur hafa upp á að bjóða. Einhvers staðar er það víst skrifað í stein að alvöruvínsmakkarar spýti að loknu smakki en það á líklega ekki við í þessu hlaupi þar sem þátttakendur er hvattir til að kyngja.

Þátttakendur er hvattir til að koma í skrautlegum búningum.
Þátttakendur er hvattir til að koma í skrautlegum búningum. Mynd/MedocMarathon

Staldrað er við hjá 20 vínframleiðendum sem þýðir aðeins eitt, það eru 20 glös drukkin en sem betur fer er tímataka nokkuð afslöppuð og því upplagt að njóta ferðalagsins. Til að toppa gleðina eru hlauparar hvattir til að klæðast skrautlegum búningum, hlaupið er því ansi litríkt og skemmtilegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert