Úr fjármálageiranum í útivist

Tómasz á toppi tilverunnar.
Tómasz á toppi tilverunnar. Ljósmynd/Aðsend

,,Ég hef alla tíð starfað við skrifborð og verið svo að ljósmynda með því, ljósmyndunin hefur verið svolítið „mitt“ til að komast í slökun og í burtu frá hinu hefðbundna amstri. Ég starfaði á krefjandi hrunstímum í fjármálageiranum sem dró oft úr manni andann og þá var gott að geta gripið í myndavél og „slakað á“.”

Slökunin breyttist þó smám saman í meiri og meiri vinnu og áður en Tómasz vissi af þá var ljósmyndunin orðin að hliðarstarfi þar sem hann flakkaði víðsvegar um heiminn vegna starfsins. ,,Þetta var frábær tími sem kenndi mér mikið. Mitt helsta sérsvið var tísku- og auglýsingaljósmyndun en ég hafði alltaf mikið dálæti af landslagsljósmyndun, aðallega vegna þess að þú segir landslagi ekki til. Þú þarft að vinna með það sem það gefur þér, það hreif mig svo mikið.”

Tómasz fór að ganga á fjöll reglulega fyrir 11 árum.
Tómasz fór að ganga á fjöll reglulega fyrir 11 árum. Ljósmynd/Aðsend

Útivistin tók völdin

Tómasz fór að ganga á fjöll reglulega fyrir um 11 árum síðan og fylgdi þá myndavélin ætíð með því ekki mátti missa af rétta myndefninu. ,,Stuttu seinna fór áhuginn á útivistinni að aukast til muna og myndavélinni var skipt út fyrir exi, brodda og GPS tæki. Á þessum tíma urðu símtæki okkar að betri myndavélum og því var alltaf hægt að stóla á að maður geti náð einhverjum myndum þó svo að hlunkurinn væri ekki með í pokanum. Það hjálpaði líka til að hafa unnið í útivistarbransanum, fyrst hjá 66°Norður og nú síðast hjá Cintamani, umkringdur útivistarflíkum og frábæru fólki.”

Á síðustu misserum hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag hefur útivistin tekið völdin og fjallamennskan orðin aðalviðfangsefni Tómaszar þar sem hann kemur að rekstri fyrirtækisins Tindar Travel. Samhliða því heldur hann úti Instagram síðu þar sem hægt er að sjá ljósmyndir hans og fylgjast með ferðalögum.  ,,Instagram hefur gert mér kleift að geta breitt út boðskapinn til fleiri aðila en áður og hefur forritið í raun og veru minnkað heiminn að einhverju leyti. Ég er með þrjá styrktaraðila sem hafa stutt við bakið á mér og gert þennan draum að veruleika. Hreysti hefur séð um að líkaminn fúnkeri eins og skyldi með öllum þeim bætiefnum sem strákarnir bjóða upp á. Mi Iceland hefur séð mér um símtæki til að geta myndað og skrásett ferðirnar og um síðustu áramót skrifaði ég undir samstarfssamning við Ellingsen sem tryggir að ég sé ávalt rétt klæddur og í stíl við allar fyrirmyndirnar mínar út í heimi.”

Útsýnið af hæsta fjalli Evrópu er magnað.
Útsýnið af hæsta fjalli Evrópu er magnað. Ljósmynd/Aðsend

Stefnir á hæsta tind Evrópu

Í lok sumars leiðir Tómasz fjallageitur á hæsta tind Evrópu, Elbrus í Rússlandi, en fjallið er 5.642 metra hátt og verðugt verkefni fyrir alla þá sem hafa áhuga á fjallamennsku. ,, Ferðin er krefjandi vegna þunna loftsins og hæðarinnar en er upplagt fyrsta skref fyrir þá sem hafa áhuga á háfjallamennsku, svo er þetta líka hæsti tindur Evrópu og því gaman að geta tékkað við það box fyrir þá sem eru að safna krossum.” Farið verður út þann 7.ágúst og komið aftur heim þann 18. ágúst.

,,Við munum ganga upp í grunnbúðir fjallsins þar sem æfingar og aðlögunin hefst fyrir toppadaginn sjálfan. Eftir að hafa tekið hinar fullkomnu toppa selfíe á toppi Evrópu er haldið niður sömu leið og aftur heim. Ferðin er því stutt og hentar vel þeim sem vilja lengja sumarfríið sitt örlítið og komast í alvöru ævintýri áður en haustið hefst.” Tómasz segist mjög spenntur fyrir ferðinni en fyrst sé að njóta íslenska sumarsins sem er á næsta leyti en þá stefnir okkar maður á að heimsækja sinn eftirlætisstað, Vestfirðina. ,,Mitt hjarta slær á Vestfjörðum, þar líður mér best.”

 Þeir sem vilja vita meira um ævintýraferðina á Elbrus geta fræðst meira um hana hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert