Sigraðu þitt eigið Everest

Glaðlyndur hópur saman kominn á Úlfarsfelli.
Glaðlyndur hópur saman kominn á Úlfarsfelli. Ljósmynd/Sigtryggur Ari

Samtökin veita skólastyrki og annan stuðning til stúlkna sem annars myndu ekki fá tækifæri til að mennta sig og gera þeim þannig kleift að sjá fyrir sér framtíð sem læknar, verkfræðingar, kennarar eða hvaða atvinnugrein sem er.  

Árlega standa samtökin fyrir útivistar- og fjáröflunarviðburði sem kallast Mitt eigið Everest og rennur allur ágóði óskiptur til þeirra.  

Þetta er sannkallaður fjölskyldudagur, allir geta tekið þátt, farið eins margar ferðir og þeir vilja, á þeim hraða sem þeim hentar, því hver og einn finnur sitt eigið Everest. Tilgangurinn er að skora á sig og fjölskylduna, fara jafnvel aðeins út fyrir þægindarammann en fyrst og fremst að hafa gaman saman.

Umhverfið verður allt skreytt með nepölskum bænaflöggum.
Umhverfið verður allt skreytt með nepölskum bænaflöggum. Ljósmynd/Sigtryggur Ari

Aðstandendur samtakanna kjósa að nota hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepali Girls. Samtökin styrkja um 300 nepalskar stúlkur til náms, stúlkur sem annars hefðu ekki tækifæri til að mennta sig. Stúlkurnar sem samtökin byrjuðu fyrst að styrkja hafa nú nokkrar lokið há­skóla og því sann­ar­lega hægt að tala um að góður ár­ang­ur hafi náðst. Um 500 manns tóku þátt í fyrra, 300 manns 2017 og er vonast til að ennþá fleiri verði með á fjallinu í ár.

Gert er ráð fyrir að flestir verði á ferðinni upp og niður Úlfarsfellið milli kl.12-16 en viðburðurinn er þó skipulagður frá kl. 9-21. Sérstakur krakkaleiðangur á fjallið fer af stað úr grunnbúðum kl.12:00 og er það Everest-farinn Haraldur Örn Ólafsson sem fer fyrir leiðangrinum. Duglegir fjallakrakkar fá svo medalíu að lokinni göngu.

Nöfnurnar Guðrún Ragna og Guðrún Harpa, aðstandendur samtakanna á Íslandi, …
Nöfnurnar Guðrún Ragna og Guðrún Harpa, aðstandendur samtakanna á Íslandi, ásamt skólastúlkum í Nepal. Ljósmynd/Aðsend

Gengið er upp sunnan megin við fjallið, frá Skyggnisbraut, en þar verða settar upp grunnbúðir. Gönguleiðin verður skreytt í bænaflöggum að nepölskum sið.

Skráningargjald er 5.900 krónur og gildir það fyrir fjölskyldu, óháð barnafjölda.

Skráning og greiðslufyrirkomulag má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert