Bullandi stemming við Nauthól

Globeathon-hlaupið er haldið í sjöunda senn.
Globeathon-hlaupið er haldið í sjöunda senn. Ljósmynd/Aðsend

Það má búast við stemingu við Nauthól á sunnudag en þá fer fram Globeathon-hlaup Lífs styrktarfélags og Krabbameinsfélags Íslands. Hlaupið er til að minna á krabbamein í kvenlíffærum og renna öll þátttökugjöld til verkefna á kvenlækningadeild Landspítala en þangað leita konur sem kljást við sjúkdóma í kvenlíffærum.

Boðið er upp á að hlaupa 5 og 10 kílómetra en jafnframt er hægt að skrá sig í 5 kílómetra göngu. Hlaupið er að festa sig í sessi enda haldið í sjöunda sinn og er þekkt fyrir mikinn fjölda glæsilegra útdráttarverðlauna. 

Að sögn Kolbrúnar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Lífs, eru allir boðnir velkomnir, ungir sem aldnir. Tilvalið er fyrir fjölskyldur af fara út saman og hlaupa og styðja í leiðinni gott og þarft málefni.

Á Facebook má sjá nánari upplýsingar um hlaupið. Einnig má skrá sig hér. 

Mikil stmeming er fyrir Globeathon-hlaupið og útdráttarverðlaunin skemma ekki fyrir.
Mikil stmeming er fyrir Globeathon-hlaupið og útdráttarverðlaunin skemma ekki fyrir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is