Viltu fá borgað fyrir að ferðast og skíða?

Viltu fá borgað fyrir að skíða í vetur?
Viltu fá borgað fyrir að skíða í vetur? AFP

Er búið að bóka skíðaferðina fyrir næsta ár? Ef þér finnst gaman að skíða og ferðast gæti draumastarfið verið handan við hornið. Vefurinn Ski.com leitar nú að 12 einstaklingum til þess að ferðast um bestu skíðasvæði í heimi eftir áramót og fá borgað fyrir það í þokkabót. 

Þeir einstaklingar sem verða valdir þurfa reyndar að búa til efni fyrir samfélagsmiðla í leiðinni. Í fyrra var aðeins ein manneskja valin en í ár verða 12 manneskur valdar og fara þær í styttri ferðir. Skíðagarparnir sem fá borgað fyrir að fara í draumaferðina í ár fá meðal annars nýjan skíðabúnað, myndavél, lúxusflug og gistingu og auðvitað skíðapassa. 

Alls er um að ræða sex flott skíðasvæði í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Tveir einstaklingar fara á hvert svæði.

Í fyrra vann Jackson Lebsack keppnina og fékk hann að ferðast um í tvo mánuði síðasta vetur. Nú eru ferðirnar hins vegar styttri. Hin venjulega manneskja sem vinnur níu til fimm vinnu getur því tekið þátt.  

Ekki skemmir fyrir að skíðagarparnir 12 geta gert listir á …
Ekki skemmir fyrir að skíðagarparnir 12 geta gert listir á skíðunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert